Haldið þið að það sé nú stúss. Vakna fyrir allar aldir og horfa á Kínakappaksturinn sem er vel að merkja alla jafna leiðinlegasti kappakstur ever – sérstaklega þegar tekið er mið af því að þetta er ný braut og á að vera svo roooooooooosa flott. Fuss og svei.
En rigning bjargar miklu og mistök McLarenmanna hjálpa líka til. Annars er mér slétt sama um þetta – verð bara glöð ef Kimi vinnur og það eru sviptingar á brautinni. Og það var í morgun. Oh yeah
Vaknaði aftur í morgun og langaði í allan heiminn og helst úr sælgæti, sírópi og amerískum pönnukökum. Sigh – maður þarf víst bara að bíða svona lagað af sér og halda sjálfstjórn. Halda sjálfstjórn… Hafa sjálfstjörn…. væri líka ágætt. Híhíhí
Húsið mitt er fínt barasta – draslið alveg í lágmarki. Það er nú sálarbætandi.
Aðeins um íslensku og ensku og jafnan rétt þeirra.
Vitið þið að sumt er svo vitlaust að maður þarf alveg að rifja það upp fyrir sér – bíddu afhverju eigum við aftur að tala íslensku. Hrista smá hausinn til að skerpa hugsunina og …
Kannski afþví við ERUM Íslensingar? Útleningar tala ekki íslensku. Nema kannski einn og einn og þeir útlendingar hér á landi sem tala hana vilja gjarnan vera Íslendingar eða eru það hreinlega. Oh my god.
Þetta er eitt skýrasta dæmið um það að við höldum að veröldin sé bara við og svo hinir sem tala ensku. Miðað við það sem ég heyri í fréttum ættum við kannski frekar að læra kínversku. Eru ekki öll viðskiptafærin þar – amk myndu þau duga okkur ágætlega sem eru í boði þar. Það myndi slá í gegn ef við töluðum mál þeirra.
Svo má nú geta þess að enskunám þarf að bæta. Íslendingar standa ekki vel í ensku miðað við aðrar þjóðir í aldurshópnum 18+ þó við höldum að við séum rosa góð í henni vantar margt þar inn. Krakkar í dag koma í skólann og þykjast vera nokkuð fær en þau kunna bara frasa og hafa fæst þá máltilfinningu sem maður skyldi ætla af t.d. grunnorðafoðanum þeirra. Því þarf að vinna meira með þann þátt, lestur og ritun en gert er því þar vantar heilur bílhlössin. Ég úrskurða í leðinni að námsefnið Porfolio er ótækt námsefni í ensku og ætti að leggja af hið fyrsta. Það hendar vel fyrstu vikum enskunámsins en svo er það líka bara búið.
Alltof létt og íslenskumiðað. Enda er það notað í 7 og 8 ára bekk í Svíþjóð. Fuss og svei.
svo aetti kanski ad ihuga thad ad lata ensku-nam i fjolbrautarskolum vera adeins erfidara en i 8 – 10 bekk i grunnskola, oooh hata ensku i fjolbraut!!!
Líkar viðLíkar við