Ég bara get svarið það…

…ég held ég sé að öðlast vitið á ný. Mér finnst ég bara vera að verða ég sjálf aftur. Mig rámar meira að segja í einhverja konu sem átti sér áhugamál – og sinnti þeim! Mig rámar líka í kennara sem vissi hvert hann stefndi.

Það er eiginlega makalaus umbreyting að eiga sér stað… Ég fylgist spennt með.

Hef staðið mig afbragsðvel í mataræði ala danski kúrinn. Á von á að það skili sér í næstu viku þar sem ég tók mig ekki í gegn fyrr en um helgina – ég sem sagt komst að því að ég borða rétt og vel og það allt saman – nema hvað ég borða of oft og of mikið í senn af RÖNGUM fæðuflokkum. En nú er bara að breyta því. Einbeitingin er að skána

Ég stend mig líka vel í hreyfingunni – þó ég hafi ekki farið í gær því ég var búin á því eftir heimsókn Sunnulækjarsílanna til okkar í gær. Hafi ég haldið að ég gæti farið á ný í Sunnulæk held ég að það hafi rjátlast af mér í gær því ég ræð ekki mjög vel við erilinn sem fylgir svo mörgum börnum í einu – en krakkarnir eru yndislegir, sannar hetjur og víkingar. Gerðu flotta hluti á skemmtuninni.

En meira um það síðar ef til vill.

2 athugasemdir á “Ég bara get svarið það…

  1. Sæl Ingveldur langaði að hrósa þér fyrir pistilinn þinn „Er ég íbúi í dingdongbling?“ ekkert smá góður og flottur:) Gangi þér vel og ég veit þú getur þetta þótt fá kíló eða grömm fari þennan mánuðinn getur verið að það fari fleiri mánuðinn eftir það vegna þess að líkaminn er farin að venjast álaginu betur og þurfi aðeins að melta þetta betur;)Guðrún (ókunnug) 🙂

    Líkar við

  2. Takk fyrir ókunnuga Guðrún. Já hún snýr stundum svolítið undarlega þessi veröld. Líklega er það svo með þennan líkama að hann þarf ákveðinn tíma til að aðlagast öllu og svo tekur hann kipp – eins og sýndi sig í gær.Þolinmæði er líklega lykilorðið hér sem annars staðar. Kveðja IE

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar