Pönnukökur

Kex í gær -pönnukökur í dag… Mig langaði svo í eitthvað sætt og fannst kannski að ég ætti ekki að kaupa mér nammi – þó ég væri alveg til í að hafa nammidag í dag… Nú það er í sjálfu sér í lagi nema hvað ég borðaði áreiðanlega 8 –já eða 10…

Hjóla á eftir? Það gæti leyst eitthvað af orkunni úr læðingi. Ég verð að ná árangri í þessum verkum mínum, nú er komið nóg af kyrrstöðu. Nú er komið nóg og því ætti ég að fara að hjóla á eftir – ég bara verð að fara að léttast sjálfsvirðingar minnar vegna. Maður getur ekki verið að setja sér markmið og ALDREI náð þeim – ja eða breytt þeim eftir behag …

Er búin að gaufa í dag og ekki leiðst það nokkurn hlut ;-). Hélt ég myndi byrja að föndra en ég fór nú ekkert í það. Það gerist hvað úr hverju.

Sundleikfimi og Styrkur á morgun. Allt í góðu bara ha hu hummmm

2 athugasemdir á “Pönnukökur

Færðu inn athugasemd