Nú stóru fréttirnar eru þær að ég ætla barasta að hætta að taka þetta Reductil strax. Ég get þá bara byrjað á því aftur ef ég verð vitlaus úr hungri alla daga. Ég ætla að fá mér brennslupillur í staðinn. Jamm…
Baldur hefur hvort sem alltaf sagt að ég þyrfti þær líklega frekar en hitt. Ég þarf svo BARA að taka á því hvað ég borða og hvenær. Það er ekki mikið sem þarf að lagfæra þar – það þarf BARA að setja þetta allt í fastar skorður: Innkaup, eldamennsku og nesti.
Ég hef viðurkennt getuleysi mitt til þess arna og að því viðbættu að Palli er að koma heim – sem kemur til með að breyta lífsmynstrinu töluvert höfum við hjónin ákveðið að fara saman í vigtun til dönsku vigtarráðgjafanna – og sækja fundi hjá þeim. Þetta er nokkuð stór áfangi hjá mér þó lítill sé – ákvörðunin þeas, því ég hef aldrei viljað eða treyst mér í að gera þetta.
En felst ekki lausnin alltaf í algjörri uppgjöf? Ég er fær um eitt og annað en síðustu vikur og mánuði hefur þetta ekki verið að gera sig hjá mér. Þetta ár hefur bara verið mjög tilþrifalítið. Þó það sé sigur í sjálfur sér að vera alltaf að gera eitthvað- hreyfa sig, hugsa um mataræði og vinna í sjálfum sér. Því það hef ég svo sannarlega verið að gera.
Með því að fara bæði þá verðum við ábyrgari gagnvart hvort öðru og hvorugt okkar er á einhverju sérprógrammi – saman þarf að reka heimilið á þennan hátt og við verðum samábyrg í því. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun. Svo er bara að kýla á það og mæta ;-). Ef ég verð sæmileg á morgun þá langar mig að fara – kannski ætti ég samt að fara með Palla í næstu viku… Já líklega er það bara betra – sameinaðir stöndum við 😉
Líklega er naflastrengurinn að slitna á milli mín og sjúkraþjálfarans míns. Ég get varla með nokkru móti fundið fyrir vöðvabólgu eða verk í hálsi og herðum og vegna þeirra hófst jú meðferðin. Ef ég svo fer í vigtaraðhald til þeirra dönsku fer sá hlekkur út hjá okkur.
Eftir stendur þá æfingaprógramm og e.t.v. einhver eftirfylgni í því við og við. Kannski bregðumst við svo við fótaverkjum þegar þeir koma upp. Mér finnst það svolítið leiðinlegt að hitta hann ekki reglulega eins og ég gerði alveg fram í júní. Ég er alveg viss um að ég hefði aldrei haldið þetta út án stuðnings hans – og er ekki enn viss um að ég geri það. Kannski þarf ég líka ekkert að líta á að það verði án hans. Hann er svo sem ekki að fara neitt – tilbúinn að aðstoða hvenær sem ég skræki…
En með ákveðinni fjarlægð þarf maður að skilgreina sig upp á nýtt. Það hefur svo sem ekki gefið góða raun að hitta hann ekki vikulega í nudd og samtalstímum – því auðvitað er spjallað á meðna þjálfunin fer fram. Ég hef ekki staðið mig með neinum glæsibrag en kannski er það nú vegna annars en baldursleysis ;-). Og svo er nú ekki eins og hann hafi yfirgefið mig – öðru nær. Alltaf boðinn og búinn að hjálpa.
Þetta er jú mitt líf – mín markmið – mitt val. Svo sem ekki flókið að skilja það. Ég held samt að í svona verkefni – ferð á Olympiuleika þurfi fararstjóra og þjálfara – ferðafélagar myndu líka koma sér vel. Að minnsta kosti er mér farið að finnast nóg um einsemdina í þessu öllu saman.
En það mátti svo sem búast við því – þetta er ekki einnar nætur ferðalag. Þetta eru ekku 5 kíló eða sex vikna fitubrennslunámskeið. Það var svo sem ljóst í upphafi að það þyrfti úthald. Nú er bara spurningin hvort ég hafi nóg af því.
Það er líka breyting á þegar ég hitti Sigurlín, Olgu, Dísu, Vilborgu og Ástu Björk svona sjaldan – það er svolítill handleggur að skipta um vinnustað -maður dettur út úr ansi góðum félagsskap – þó annar komi inn. En við erum búnar að vera lengi samar þessar kerlur!!! Að ónefndum Sædísi og Gunnhildi já og fleiri góðum úr Sunnulæk. Stundum skil ég ekkert í því að hafa hætt…
Ég hefði kannski bara átt að verða ritarinn hennar Ástu Bjarkar…

Sæl kella mín, get því miður ekki verið með ykkur í blakinu, allavega ekki fyrst um sinn. Fimmtudagarnir eru ansi þéttir, með stelpuna í sundi kl. 18 og svo í Fit-Pilates kl. 20. >kveðja Steinunn
Líkar viðLíkar við