Afmææli

Mér var boðið í afmæli í kvöld – tvö meira að segja en ég komst nú bara í annað. Það var til Daða – nú eru vinir manns að verða sextugir. Daði í ár og Þórunn á næsta ári! Ég verð bráðum sextug. Ekkert að óttast þar – lítur bara vel út með þessi tvö að minnsta kosti :-).

Þetta var fín veisla – það besta var við hana að ég fór út og hitti fólk. En það geri ég ekki oft orðið. Það er orðið mjög langt síðan ég heimsótti einhvern – fór til Sigurlínar um daginn í blakumræður og svo man ég varla eftir fleiri heimsóknum…

Það kemur svo sem enginn til mín heldur – og ekki eru það margir sem hringja. Ég er líklega óttalegur einmenningur… Minna má svo sem gagn gera…

En ég hitti nú fólk í vinnunni – maður er bara alltaf svo mikið að vinna að maður talar ekki mikið um landsins gagn og nauðsynjar svo sem….

Ég er búin að borða óþarflega mikið af snakki undanfarinn sólarhring þykir mér… Átti aldrei að verða svo mikið en einhvern veginn brast allt – ég hef enga sjálfstjórn. Engan sjálfsaga. Endist ekki í neitt verkefni til langs tíma. Og trust me – lífsstílsbreyting er til langs tíma – og viðhalda lífsstílnum er svo náttúrulega eilífðarverkefni…

Ég er bara eitthvað svo uppgefin á því að ég skuli ekki gera allt – alltaf.

Einhvern veginn þarf maður að fækka samviskubitunum í lífinu. Ég veit um nokkur sem eru alveg að fara með mig. Eitt af þeim er að fara ekki með hundinn út að labba.

En nú fer ég að lúra, lúri lúri lúr

2 athugasemdir á “Afmææli

Skildu eftir svar við kukupai Hætta við svar