Það er nú ekki lítið sem þetta sumar er skemmtilegt! Það er kannski ekki flennisól en það er sól og það er sko málað hér í Heimahaganum – þetta er nú kannski ekki ,,ekkert“ mál eins og mín var von og vísa að halda fram 😉 – en svona allt að því híhí! Bara vinna og peningar sem fara í þetta. Þetta kemur allt saman – á því er enginn vafi og það er góð spá fram að sunnudag og við hljótum að komast yfir margar spýtur fram að þeim tíma.
Ég stend mig ágætlega í mataræðinu ég fékk mér samt nammi í gærkveldi 😦 en það var nú mjög lítið! En ég ætla ekki að gera þetta að vana mínum. Ég fór og vigtaði mig í morgun en það var nú svei mér ekki skemmtileg – hrmpf – ég held það hafi bara staðið eitthvað illa á í vatnsbúskap og einhverju fleiru! Ég ætla að minnsta kosti ekki að fríka út – var samt að vona að ég hefði losnað við hálft kíló síðan síðast – en við skulum bíða róleg og fara aftur að viku liðinni og halda áfram á sömu braut. Mér finnst ég ekki borða nokkurn skapaðn hlut og er að mála 5 – 7 klst á hverjum degi – það hlýtur að vera einhver brennsla í því – en ég fer ekkert í ræktina.
Ég er aum í hnénu en ég teygði vel í gær og ætla að teygja aftur í dag og þá vonandi held ég mér þokkalegri.
Sem sagt – ætli það verði nú ekki bara málað um helgina og farið svo í rigningarútilegu eftir helgina bara. Annars er hér allt í miklum rólegheitum. Gaman gaman bara!

Ég hlakka til að sjá húsið! Þetta er hrikalega flottur litur!>>Bestu kveðjur og gangi ykkur vel>>Villa
Líkar viðLíkar við
Jamm sá það og það er mjög flott!
Líkar viðLíkar við
Ekki að spyrja að dugnaðinum í þér kona!!!>>Kannski að ég rölti framhjá einn daginn og kíki á flottheitin>>kveðja Steinunn
Líkar viðLíkar við