Tvö lauf

..á vegginn minn í viðbót. Þeim á víst að fjölga hratt næstu vikurnar ef marka má þrjóskupúkann í Styrk ;-). Hann er uppi með alls konar hótanir og virðist vera viss um að hafa eitthvað með þetta að segja – amk segir hann Baldur minn að það sé ekki í mínum höndum að hafa álit á því hve mörg kg eiga að vera farin í lok ágúst. Það hafi verið ákveðið í maí og nú sé það mitt að standa við gerðan samning. Hmmm finnst þetta nú svolítið harkalegt og óttast um úthaldið en ég ætla að standa mig. Þetta er spurning um endalausa einbeitingu. Ásetning og ætlan. Skapgerðarstyrkur myndi ekki koma sér illa en ég held ég hafi hann ekki 😀 Híhí!
En sem sagt – fer í Borgarfjörðinn á morgun. Úff og það er rigning. Nú er minn stærsti ótti að það rigni til eilífðar – ég geti aldrei klárað að mála húsið – allar útilegur verði bara vosbúð og ógeð ef þær þá verða – og við Páll á bömmer allt fríið hans ;-). Já það er alltaf svoldið gaman að vera haldin hörmungarhyggju. Híhí en nú get ég farið að fara í sund – fyrst það er farið að rigna -mér leiðist svo að vera í sundi þegar það eru margir að sleikja sólina – svona er ég nú klikkuð. Hver veit nema ég taki eitthvað til líka – nú eru það ,,bara“ mitt herbergi og Ragnheiðar sem þurfa að fá fyrir ferðina. En nú get ég ekki sett út og viðrað – né hengt út á snúru – oh my god:
Góði Guð – ekki láta rigna til eilífðar!

2 athugasemdir á “Tvö lauf

  1. Sæl Ingveldur, jamm hann Baldur er svo einstaklega næs, þegar kemur að vigtinni 🙂 gaman að sjá að þú kíktir á mig ég á örugglega eftir að kíkja á þig 🙂kær kv. úr Fossheiðinni

    Líkar við

  2. Til hamingju með kílóin tvö – way to go girl!Hlakka til að hitta þig í súldinni í Borgarfirði á laugardag.Ásta

    Líkar við

Færðu inn athugasemd