Komin heim!!

Ég held ég sé að verða Færeyjarvinur – næsta mál fyrir utan listann sem ég gerði hér á undan þarf ég að fara að hitta einn og einn Færeying. Ég á það eiginlega alveg eftir ;-). Er svo lítið mannblendin að það er ægilegt.

Ég átti alveg frábært flug. Við komum yfir Ísland og það var hvergi ský að sjá. Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull, Þjórsá, Hvítá, glompurnar á Kiðjabergi, skemman þar – já nefndu það bara. Þingvellir, Ljósifoss og Grímsnesið, Selfoss og Hveragerði – þetta var algjörlega stórkostlegt. Frábært.

Ég hlakka til að fara aftur til Færeyja, Palli er líka svo góður gestgjafi.

Nú ég kom heim að góðu búi hjá þeim Jósep og Ragnheiði og Bjarti. Byrjaði á því að kemba hundinn og ryksuga hár innan dyra og ELDA MAT. Mér tókst að sleppa því að fara að kaupa mér eitthvað fljótlegt! Snillingurinn ég.

Nú svo fékk ég mér nammi….lítið en fékk mér það samt! Ég er ekki í lagi.

En það er náttúrulega ástæðan fyrir því að ég er 100 kg of þung eða svo. Ég hef ekki verið að borða rétt og þó mikið hafi breyst eru ákveðnar brotalamir í þessu öllu saman – sem tengjast bara mér sem manneskju – þetta með að geta aldrei neitað sér um neitt.

En mér til málsbóta fór ég Votmúlahringinn sem er um 15 km eins og ég hjólaði hann og hér um Selfoss. Ég var klst að því og brenndi 2115 kaloríum while I was at it!

Það er nú smá sárabót – ég hefði getað sleppt því alveg að fara út – nýkomin heim og það allt saman. En veðrið var svo dásamlegt að ég ætla ekki að segja ykkur það. Sumarið er til þess að njóta þess og mér finnst svo gaman úti.

Ég hlakka mjög til næstu útilegu. Hvenær sem hún nú verður.
Og já mér finnst ég ótrúleg pæja að hafa farið að hóla!
Ætli sá dagur komi nokkurn tímann sem ég hætti að dást að sjálfri mér 😉

2 athugasemdir á “Komin heim!!

  1. gott að þú hafir átt góða ferð, ég verð að fara að kíkja með þér á gamla kallinn. það var alveg geggjað veður hér á meðan þú varst úti.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd