Í Færeyjum í Færeyjum

…er gott að sofa! Mikið get ég sofið. Ég víla það ekki fyrir mér að sofa í 10 tíma núorðið og leggja mig svolítið um miðjan daginn líka! Sumarið 2007 verður sumarið sem Ingveldur fór að sofa að nýju og það sem meira er ég vakna bara sáralítið ef nokkuð upp á næturnar – ja nema svona tvisvar þrisvar. Og ég er eiginlega alveg hætt að hósta!

En sem sagt Færeyjar. Nú er ég svei mér búin að fara víða um þessar bröttu eyjar. Og bara ekki orðið mjög vitlaus yfir vegunum hér. Þeir eru samt allir svolítið hátt uppi – upp og niður svolítið mikið. Og hér eru mjög mörg göng – en ég er nú ekkert hrædd við göng svo það er í lagi :-).

Í gær fórum við til Klakksvíkur og þar með í gegnum nýjustu göng Færeyinga – frá Leirvík og bara alveg inn til Klakksvíkur. Mjög skemmtilegt en þar var nú skítakuldi, þoka og rok svo við gerðum ekki margt þar – heldur fórum bara til baka til Þórshafnar í blíðuna þar.

Fyrr um morguninn – of seint því Inga þurfti að sofa fórum við til Kirkjubæjar. Svoldið svona gangandi….

Palli sagði að það væri beinn og breiður vegur þangað og ekkert hátt og varla brekka á leiðinni! Hann gerði tilraun til að fara með mig þangað síðast er ég var hér en þá snérum við nú við áður við komumst mjög langt…. og var þó vegurinn tvíbreiður þar… Við vorum skoho himinhátt uppi og sáum yfir í eina eyjuna sem ég man náttúrulega ekki hvað heitir og hún var mjög langt fyrir neðan – nei takk – snúa við. Mín reynsla af vegum er að ef þeir liggja upp þá þarf einhvern tímann að fara niður og – jammm – mjög hættulegt allt saman sem sagt.

En í gær komumst við lengra – alla leið þangað sem hyldýpið beið fyrir neðan EINBREIÐAN vegslóða einhvern (og hvað með það þó hann hafi verið malbikaður – hann var svo mjór að maður þurfti að setja hendurnar fram fyrir sig og standa kyrr þegar bíll ók framhjá manni (því sumir virðast alveg þora að fara þennan voðalega slóða á bíl).

Nei takk sagði mín og Palli varð svolítið sár því hann langar til að sýna Ingu sinni eyjarnar og svona -við verðum þá bara að labba um allt, þú þorir ekki neinu. Það er ekki hægt að fara í Kirkjubæ, ekki í Gógv, ekki í Vestmanna eða neitt!

Já við skulum bara labba sagði sú stutta og vippaði bakpokanum á axlir sé og hélt af stað. Þetta reyndist nú drjúg ganga – allt svona frekar niðurímóti en svo var klukkan orðin svo margt og Silverstone alveg að byrja þannig að við höfðum ekki tíma til að skoða mjög mikið þarna í þetta sinn enda ekki með drykkjarföng eða nesti eða neitt.

Við ákváðum því að koma síðar -væntanlega gangandi – kannski á bíl… og eyða deginum í þetta því það er ægilega fallegt þarna.

Snérum við og við þetta brenndi ég 2000 þús hitaeiningum og labbaði í 40 mín upp í móti – með mína þreyttu fætur og aukakíló öll. Það var frábært að labba svona um. Héðan í frá ætla ég að labba meira um og tala við kundurnar. Finna lyktina af þokunni, og heyra í fuglunum. Færeyjar eru svona labbi labb eyjar.

Þar sem hvíldin gengur svona vel og allt hlýtur að vera á réttri leið þá get ég áreiðanlega komið hingað næsta sumar og gengið alveg helling.

Ég verð áreiðanlega mjög merkilegur göngugarpur einhvern tímann :-).

Nú er Palli í vinnunni og ég að stússast hér í JacobsNolsöveg 15. Voða fínt og enn er þessi mikla blíða hér.

Ég stend mig ekki vel í mataræðinu – ekki nógu vel – alltaf eitthvað eitt sem ég eyðilegg daginn með – og er það um 4-500 hitaeiningar í hvert sinn. En svona er slagurinn. Maður verður að læra að hemja sig – annað er ekki hægt.

Hmmm ætli Palli sé að koma ,,heim?“ Ég heyri einhvern umgang.

Það eru myndir í mínum myndum :-). Híhí

2 athugasemdir á “Í Færeyjum í Færeyjum

  1. Gaman að fá ferðasögu og myndir til að fylgjast með þér.Jamm ég skil þig með þessa vegi úffff….. bara labba tíhíí….Hér er hrikaleg blíða svo maður fer af og til inn í skugga (kíkir í tölvuna). Dásamlegt veður :o)Hafðu það gott! Kveðja frá einni sem er á leið í útilegu (jamm jafnvel tvær heilar nætur)Útilegudrottningin

    Líkar við

Færðu inn athugasemd