Ég er í skralli

…I kid you not!

Ok maður getur sko verið glaður yfir því að fara út að hjóla og það allt saman en boy oh boy sit ég í súpunni. Annars held ég svo sem að ég hafi verið í henni áður.

En nú ætla ég að gefa það opinberlega út að ég sé veik og þurfi að jafna mig. Þannig er það nú bara. Ofnæmið mitt fína er sko komið í lungun og ég hósta upp úr mér þvílikum hroða að ég ætla ekki að orða það meira. Ég get skölt um í nokkrar mínútur og svo verð ég bara að fara að sofa aftur.

Til þess að bæta gráu ofan á svart þá hækka ofnæmislyf púlsinn og nýja fitubollulyfið mitt hækkar púls og blóðþrýsting. Ég veit ekki hvort ofnæmislyf hækka blóðþrýsting. En kannski sýking geri það og ég er skoho með svoleiðis í öndunarveginum.

En sem sagt fíni blóðþrýstingurinn minn er 100-120 núna – aldrei verið svona hár held ég og púlsinn er eins og í hræddri mús. Ef ég stend upp og fer á klóssettið fer hann upp í 145 sem er meira en mér hefur nokkurn tímann tekist að ná honum í pöllunum hvað þá annars staðar. í nótt var hann að meðaltali 92 – þannig að litla hjartað mitt er svo önnum kafið af öllum þessum lyfjahroða sem ég er að dæla í mig að ég get ekki annað en vorkennt því!

Ég var búin að gíra mig upp í að fara í Styrk og brenna í nokkrar mínútur en ég sá að í dag er dagurinn sem Ingveldur á bara að taka það rólega! Losa sig við slímið og hóstann, (komin á sýklalyf) og hvíla mig bara svolítið. Hundahárin verða bara að vera hér enn um sinn.

Annars er annað svona í hæfilega vondum farvegi líka – það gengur ekki allt eftir uppskriftinni í lífinu- það er óþarfi að láta eins og það sé sjálfsagt mál.

2 athugasemdir á “Ég er í skralli

  1. BlessuðSá á spjallrás í henni Ameríkunni, um Íslenska hundinn, að á Íslandi prjóna konurnar úr hundshárunum, það er ýmislegt sem maður greinilega ekki veit hehe,

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar