Þetta er eiginlega svolítið fyndið

Í fyrrasumar fyrir réttu ári fékk ég í hálsinn. Var með þá verki fram í mars apríl Afskaplega hvimleiðir og erfiðir. Hælspori bættist síðan við í ágúst og beinhimnubólga í október. Hvorugt gott og hælsporinn afskaplega þrálátur og lét ekki undan síga fyrr en um svipað leyti og hálsinn. Svo varð ég hæfilega þunglynd og það entist mér í fjóra mánuði eða svo ;-).

Um það leyti sem hællinn batnaði og hálsinn mýktist allur tóku við þessir ægilegu fótaverkir í maí. Mér var bókstaflega alls staðar illt. Ég gat ekki synt, ég gat ekki gengið og ég gat alls ekki setið. Ég fékk verki í hnén, mjaðmirnar, lærvöðvana og leið eins og allir vöðvar fótanna á mér væru amk 5 sm of stuttir. Nú við þetta hef ég svo verið að dunda við að leiðrétt. Hætti að ganga, fór að hjóla, fór á ógeðstækið að nýju og passaði að teygja vel og lengi.

Og nú í lok júní er þetta bara að lagast allt saman. Hahahaha, þá fæ ég svo mikið ofnæmi að ég get ekki verið úti (þó ég gæti bæði hjólað, gengið og synt), þá bara liggur mér við köfnun. Ég get alls ekki farið í Styrk því ég kemst varla framúr.

Þetta er alveg afbragð. I kid you not það tekur eitt við af öðru! En nú er ég komin með alls konar púst, töflur, krem og bakstra og þessi slím og hóstaverksmiðja sem rekin er í líkama mínum hlýtur að vera leyst upp innan tíðar.

Ég sé þó ekki fram á nokkra heilsurækt í dag eins og ástandið á mér er. Ég held ég taki Dr. House með mér upp í rúm og horfi á síðasta diskinn og óski mér þess að verða læknuð með þessum dásamlegu bláu augum… Þó persónuleikinn sé nú ekki nema svona og svona… En honum er nú alltaf illt og ég hef ákveðna samkennd með því – híhíhí.

Over and out – Inga kvartgjarna

5 athugasemdir á “Þetta er eiginlega svolítið fyndið

  1. ohh House er náttla bara æðislegur, væri sko alveg til í að horfa á hann, missti af seinasta þætti vegna skrambans útilegu :o)Væri alveg til í að eiga hann á disk, þangað til læt ég friends dugakveðja Steinunn

    Líkar við

  2. Hæ Steinunn Elsa ég á báðar seríurnar á diskum – þú mátt fá þær lánaðar – eini gallinn er að það er enginn texti og læknamál er ekki einfaldasta enska sem til er – plúsinn er að maður skilur það ekki heldur þó það sé þýtt fyrir mann 🙂 Maður sekkur sér bara þess dýpra í bláu augun… Ummmm

    Líkar við

  3. Veit það fyrir víst að House dugar mjög vel við léttu þunglyndi og framtaksleysi, einmanaleika, kvíða og þreytu – er samt ekki viss um ofnæmið en um að gera að prófa!Ásta

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar