Frjókorn

…eru verkfæri þess sem ætlar að láta mig finna einhvers staðar til og ekki hætta fyrr en ég er hætt að væla yfir því :D. Ég hangi hér fram á borðið nýkomin á fætur eftir að hafa legið nær dauða en lífi af ofnæmi í morgun og nótt. Fuss og svei! En nú er ég líka farin til læknis og eins og heilsan er á mér núna tel ég töluverðar líkur á því að ég komist þangað ein og sjálf. Það hefði ég ekki gert í morgun. Ég meina það!

Ég hætti ekki að væla strax þú þarna!!!!

En mikið er ég fegin að ég borðaði bara 2 sneiðar af pizzunni í gær – þetta er nú meira áfallið! Það minnkar nú áreiðanlega strax ef ekkert er pepperoni-ið á pizzunni það er náttúrulega ekkert nema fita. Og svo svolítið meiri fita.

Úff púff.

2 athugasemdir á “Frjókorn

  1. Datt í hug að sjá hvernig þú hefðir það snúlla. Langt síðan síðasta spjall. Sé ekki að það verði spjall á næstunni, mikið að gera. Verð í eyjum fram á sunnudag, á shell móti. ´Rómantískt………….eða þannig. Það er allavega spáð þurru og kanski jafnvel sól. Trúi því ekki fyrr en ég sé það. Knús og kossar……Björk besta frænka. Við munum heyrast, farðu vel með þig fram að´því og vonandi hefurðu nú fengið almennileg ofnæmislyf, ekkert clarityn drasl…………(samt ágætislyf sko…..)

    Líkar við

  2. oh my god – fótboltamót – það er klárt rigning og rok eða í það minnsta rok! Þú átt samúð mína alla hægri vinstri. ég er komin með púst og hvur veit hvað – hátt í andvirði útborgunar í eigin húsnæði he he he. Meiri væluskjóðan hún frænka þín

    Líkar við

Færðu inn athugasemd