Hversdagsleikinn

… er kannski ekki svo slæmur. Núna er þó heldur mikið af hundahárum honum tengdum. Ég er búin að hengja upp úr þremur vélum í morgun. Þvo tvær og þær skulu sko fá að enda út á snúrum og veðrast þar og velkjast þar til hundahárin eru farin úr þeim flíkum. Ég er alveg að gefast upp á þessu, ég held nefnilega að ég sé með ofnæmi. Sængur, teppi og hvað þetta heitir allt saman er meira úti á palli en inni en dugar skammt. Ég þarf að fara að setja honum Bjarti mínum einhverjar skýrar reglur. Hahumm…

Sólin skín eina ferðina enn – það er nú meiri veðursældin búin að vera síðustu vikuna eða svo. Ég fer alveg að verða uppiskroppa með ástæður til að fara ekki í garðinn, nema náttúrulega vefsíðurnar og hundahárin. Þær endast nú ágætlega… Þetta kemur allt saman með kalda vatninu. Það þarf ekki að gerast allt í einu – bara smám saman. Það dugar fínt.

Eftir frekar óþægilega nótt eru hnén á mér betri. Ég var ómöguleg í þeim í gær. Í dag ætla ég bara að hvíla – fara í pottina og sleikja sólina í lauginni með þessum endalausu heimilisverkum. Ég hlýt að ná mér góðri innan tíðar. Það er stíllinn, hvað tekur þá við veit ég ekki en venjulega leysir einn verkurinn annan af. Ómögulegt að flögra um eins og fuglinn fljúgandi.

Svo fer ég á morgun í Styrk og sé hvort ég sé enn að léttast. Það ætti að vera þannig…

p.s: Þetta er 555 pósturinn minn á þessu bloggi híhí

1 athugasemd á “Hversdagsleikinn

  1. Sko ég var nú með allar græjur, eldavél, hitara og allt þetta. Ferðaklósett þarf ég nú ekki, finnst ekkert mál að spræna úti. Finnst yndislegt að vera úti í náttúrunni en að sofa í tjaldi er bara ekki ég. Ekki nógu þægilegt , dimmt og svo þoli ég ekki að hristast í roki. Ógurlega góð með mig ég veit „o)

    Líkar við

Færðu inn athugasemd