Ég er farin að lesa aftur! Í fyrsta sinn í marga mánuði ef ekki ár bara þá er mín bara farin að lesa – lestrarhesturinn sjálfur hefur nefnilega bara ekkert lesið í næstum tvö ár!
Ég er að lesa the Kite Runner – og oh my god þið verðið að lesa þá bók. Maður verður held ég betri manneskja á eftir svei mér þá.
Svo er ég líka að hvíla mig og hvíla og losa mig við umfram líkamsvatnsbirgðir – mjög mikið að gera í því svona þegar maður hvílir sig svona vel.
Ég held alveg eindregið að ég sé komin í sumarfrí. Og mér finnst verkefnin ekki óyfirstíganleg hér innan dyra. Garðurinn vex mér meira í augum.
En nú er best að hvíla sig svolítið meira og lesa svolítið meira. Hver veit nema ég taki eitthvað upp úr frystikistunni! Mín að hugsa um gáfulegt mataræði alltaf hreint í heilan sólarhring bara – híhí.

Ohh væri alveg til í að geta hvílt mig og lesið. Gerist vonandi eftir 4 ár þegar minni skæruliðinn verður farin að verða spakari :o)>>kv Steinunn
Líkar viðLíkar við
Já Steinunn það er afskaplega gott að hvíla sig! Ég ætla að gera heilmikið af því á næstunni ;-). Fyrr en varir verða krakkarnir þínir farnir á bíladaga á Akureyri og þú getur einungis vonað allt hið besta. Ég kúldrast bara ein hér og reyni að njóta lífsins. Þau fara fyrr en varir þessi börn.
Líkar viðLíkar við