Síðustu dagar hafa verið svo annasamir að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja það upp – enda var ekkert af þessu sérlega merkilegt eða tilþrifamikið – en margt skemmtilegt og annað tímafrekt.
Nú sit ég í síðasta sinni (í bili að minnsta kosti) að sýsla í Sunnulæk og er komin með hugann í Grímsnesið. Þar á bæ hefur þeim tekist að koma mér í einhverja vefsíðu umsjón – hallelúja þannig að ég hugsa að mér þurfi ekkert að leiðast.
Mitt í öllum önnunum hef ég verið í útilegu frá því á miðvikudag – en líka verið að vinna, líkamsræktast og fara í sund á Borg.
Ég hef komist að því að sund er mikil bót fyrir fæturnar á mér – ekki sundið sjálft heldur vappið á milli pottanna. Ég skána líka við að hreyfa mig í Styrk – liðkast. Smám saman með því að hugsa um hvað ég er að gera, teygja og svamla held ég að þetta sé að koma en á köflum er ég algjörlega ógöngufær. Í fyrsta sinn á ævinni eru hnén að stríða mér og það eru miklar bólgur í kringum þau, en þetta liggur nú allt í vöðvunum og þá getur maður mýkt, strokið og klappað :-).
Brjáluð blíða – og ég sit í gluggalausri komu – alveg að komast að því að allt það sem mér þótti algjörlega nauðsynlegt að gera fyrir helgi má flest allt missa sig.
Hæ hæ dugnaðarforkur:)>>takk fyrir skemmtilega útilegu um helgina:)>sjáumst svo í afmælinu mínu>kv. Sædís
Líkar viðLíkar við