Þegar ég fór að sofa í gærkveldi þá var ég algjörlega uppgefin. Þegar ég vaknaði 15 sinnum í nótt þá var ég alveg uppgefin líka, með hausverk og einhverja ólund í skrokknum. Svolitla hálsbólgu, nefið stíflað til hálfs og svo framvegis og svo framvegis.
Ég vaknaði kl. sex og hugsaði mér gott til glóðarinnar að fara með hundinn en eftir að hafa farið fram úr og litið á sokkplöggin mín og tannburstað mig og sitthvað fleira sá ég að ég gæti þetta nú ekki. Hvíld væri góð í göngunni í dag – eins og sumir eru nú að benda mér á – það þarf ekki að gera allt upp í topp.
Ekki batnaði ástandið mikið eftir því sem leið á morguninn og hafragrautseldamennskan fór alveg með mig – og ég þurfti verulegrar hvíldar við eftir hana! Sá þá þann kost vænstan að hringja mig inn veika í skólann. Það væri eins og líkaminn væri að segja mér að ég væri alveg tilbúin í einhverja hvíld. Kannski eru þetta nýju lyfin – kannski er blóðþrýstingurinn eitthvað hár eða skrítinn. Amk er meira að gera hjá hjartanu mínu – þarf að dæla helmingi hraðar í dag en á föstudaginn – eða svona allt að því – kannski bara þriðjungi. Aumingja litla hjartað mitt. Verið að messa við það hægri vinstri með lyfjum, líkamsrækt og álagi af ýmsum toga.
Ég er sem sagt heima – í bælinu því ég held varla haus. Góðar þessar fartölvur til síns brúks.
En nú ætla ég að hvíla mig svolítð. Strembin þessi morgunverk. Verst að ég er með svo mikið samviskubit yfir vesaldómnum – enskudagur í skólanum í dag – og þar með missa allir krakkarnir af henni en hvað á maður að gera þegar maður er lasinn?
Stundum bara gerist það.
Hvar fæst Polli? Hver er framleiðandinn og týpan?
Líkar viðLíkar við
hPolar, F11. Fæst í Markinu til dæmis. Góða skemmtun
Líkar viðLíkar við
Takk og góðan bata.
Líkar viðLíkar við
vona að þú sért orðin hressari!>kær kveðja frá Englalandinu, Erla
Líkar viðLíkar við