Uppstokkun alla leið

Nú jæja – ég er sem sagt að flýja allt það sem ég ætti mögulega að vera að gera þessa helgina og þvælists því bara um veraldarvefinn og blogga þess á milli. Ég þarf að fá mér einhver viðfangsefni ég viðurkenni það en ég er bara í svona útvötnun núna.

En ég er búin að fatta eitt. Þar sem ég er komin með þá dellu að stunda líkamsrækt þar ég að teygja það einu skrefi lengra og fara að snúa mér að einhverri íþróttaiðkun annarri en þeirri sem ég stunda. Einhverri svona almennilegri íþrótt þar sem hægt er að telja og vesenast svoldið. Einhverja íþrótt sem ég yrði að stunda með öðru fólki. Ég er að verða óþarflega mikill einfari held ég.

Ég hef stundað og haft áhuga á:

Badminton – spilaði mikið badminton á Þingvöllum í logninu á næturna. Eins kíkti ég á flugu á Ljósafossi einhvern tímann. Þetta er ákaflega fín og skemmtileg íþrótt. Ég gæti stundað hana á Ljósuborg með samkennurum mínum eða einhverju öðrum sem eru til.
Borðtennis – er gjörsamlega brjáluð í borðtennis já eða var…. Ótrúlega skemmtile íþrótt og ég var meira að segja pínu góð í henni. Keppti einu sinni eða tvisvar – ein örfárra íþróttagreina sem hefur komið mér svo langt.
Golf – golf er gaman að stunda og ég geri það áreiðanlega í sumar. Er ekki viss um að hún uppfylli þessa löngun mína í einhverja íþróttaiðkun aðra.
Bridge – gott fyrir heilann. Þarf að kíkja á hann næsta vetur.
Blak – aleina íþróttin sem ég hef orðið skólameistar í ;-). Aleina íþróttin sem ég hef keppt í heilan vetur. Frábærlega skemmtileg íþrótt – nema þegar maður þarf að horfa á hana – jukk.
Sund – nú það stunda ég nú eftir fremsta megni. Er að leita að einhverju öðru
Ganga – hún er líka svona bara ég og náttúran og Bjartur kannski. Ekki almennileg íþrótt.
Sem sagt mig vantar æfingafélaga í.
A: Borðtennis
B: Blaki
C: Badminton
Það eru sem sagt béin þrjú sem mér hugnast. Það verður áreiðanlega æfingaaðstaða í íþróttahúsinu á Ljósuborg.
Hér með auglýsi ég eftir æfingafélaga næsta vetur – þið megið velja grein – eina tvær eða allar.
Kannski er nú ekki auðvelt að vera bara tvær eða tvö í blaki… Ætli það sé ekki bara hægt að stofna lið híhíhí
En sem sagt mig langar að spila borðtennis hið fyrsta. Eða badminton… Já eða Blak þó ég haldi að það sé svoldið flóknara…
Hafið samband
og hana nú

1 athugasemd á “Uppstokkun alla leið

Færðu inn athugasemd