Ný vinna

Jæja þá hefur náðst lending í vangaveltum varðandi framtíð mína. Ég fer aðvinna á Ljósuborg næsta vetur og hætti þar með í Sunnulæk eins og gefur að skilja.

Þetta er búin að vera óskapleg fæðing alveg hreint. En niðurstaðan er sem sagt komin. Og ég er sátt um sinn amk.

Nánari rökstuðningur og pælingar um þetta síðar.

Ég held ég hætti líka í sundleikfiminni í bili amk og ætla að labba í hellisskógi með Bjart vin minn snemma í fyrramálið. Hann er ekkert hreyfður – Ragnheiður hefur algjörlega brugðist honum þar og ég verð að taka mig á enda hælsporarnir með besta móti. Svo ætla ég að vera duglega að hjóla í skólann og í Styrk nú í vor og sumar. Það er ótrúlega mikil hreyfing og brennsla sem maður fær út úr hjólreiðunum.

Over and out

Inga uppgefna

4 athugasemdir á “Ný vinna

  1. Mikil sorgardagur:(Veit ekki hvernig ég fer að næsta vetur. Verðum að koma á skipulögðum hittingsdögum!!!! Í sundlaugini eða bara eitthvaðHJÁLP Kv Sigurlín:(

    Líkar við

  2. Já ég er í losti!!! En ég er samt fegin að þú ferð ekki til Færeyja. Það er allavega möguleiki að hitta þig úti í hjólatúr, í sundi eða í STYRK.kv.Villa fyrrverandi brúsagella

    Líkar við

Skildu eftir svar við Helga Hætta við svar