Slugs og vitleysa

Kannski vil ég ekkert hætta að vera kennari – eða kannski vil ég ekki hætt að vera í vinnu þar sem ég get hagrætt vinnutímanum mínum! Klárlega ekki.

Það er þemavika í skólanum í dag og það er eins og meðalvertíð. Segi það satt. Í tilefni á þvi hvernig mér leið í lok dags í gær gær þá ákvað ég að hætta ekki á neitt og fara ekki í sundleikfimina í morgun fyrir utan það að ég hefði varla náð að skera pappír og borða morgunmat áður en ballið byrjaði.

Ég fór því í Styrk eftir kennslu, því það er svo mikill kaloríubúskapur hjá okkur Polla að það má ekki detta út æfing. Og þar sem ég er orðinn svona merkilegur áskrifandi þá þarf maður ekki að vera að hugsa um hvenær maður er í sjúkraþjálfun(sem ég er hætt í skoho- nuddþættinum amk! – Alveg þangað til næst!) eða eyða stökum skiptum. Ég skuldaði sem sagt 600 frá því um morguninn og svo át ég kökusneið þó hún væri ekki mjög mikil þá var hún þess sætari og með meiri rjóma, Þannig að ég ákvað að brenna 1000 – hm einhver fugl sagði mér nú að kaka sem þessi væri 730 hitaeiningavirði og ég skulda því einn 330 en ég brenndi nú svolitlu að elta Bjart hér úti sem var uppi með áform um að drepa svartan kött – og það liggur við að ég skilji hann. Mikið er mér farið að leiðast kettir eins og ég var hrifin af þeim hér í den.

Annars eyddi ég seinni partinum í sundi og þótti það ekki slæmt í sólinni og blíðunni. Fór í heita pottinn í gærkveldi – ég er að rembast við að teygja og mýkja upp sinina undir fótunum svo ég verði nú göngufær einn daginn. Það gengur ekki afleitlega.

Gengur annars vel í danska fyrir utan kökuna sem jafnast bara út í brennslunni. Híhí.

Og páskafríið nálgast óðum og ég þarf ekki að læra í því – hóhíhí.

Einn munur á mér frá því fyrir ári síðan: Ég borða ótrúlega mikið fyrir kl 14 á daginn!

1 athugasemd á “Slugs og vitleysa

Skildu eftir svar við Gerður Hætta við svar