Ég er svona að velta því fyrir mér…
Það er nebbilega árshátíð og svo námsmat í næstu viku! Foreldraviðtöl og hvur veit hvað!
Svo er ég líka að velta því fyrir mér hvort ég eigi að verða vitlaus á sælgætisáti og kvöldnasli sem ég taldi mig algjörlega vera búna að venja mig af. Mér finnst ekkert galið að fá mér mjólk og kex (ætli það séu nema svona 4 ár síðan ég borðaði kex síðast sem kvöld nasl). Nammi og brauð, já nefnið það bara. Hvað finn ég í neðstu skúffum, innstu skápum – já eða jafnvel í frysti eða inni hjá krökkunum. Name it ég er til!
Matur – æ ég hef ekki neinn sérlegan áhuga á honum. Þetta ástand á mér kemur í kjölfar þess að ég ætlaði að verða sérlega einbeitt í mataræði. Jamm – þannig fer það nú!
Ég held þetta sé því ég get ekki sofið vegna hálsins – eða jafnvel vegna einhverja af þessum lyfjum sem ég er að éta! Er svo óglatt seinni partinn en fýrist upp matarlystin um miðnættið – já og hvað er ég að gera vakandi þá?
Og ekki hreyfði ég mig í dag. Það er allt úr lagi gengið þar sem ég má ekki fara að synda – og ekki nenni ég út að labba í þessum kulda – get jafnvel talið mér trú um að ég myndi bara verða enn verri við kuldann!
Jamm – best að rétta úr kryppunni, kýla hálsinn aftur og vagga minna.
Mér finnst enn ekki nema hæfilega flott að vera vaggandi í göngulagi og með framstæðan háls. Minnir óþarflega á hænu satt að segja!
Engin hreyfing í dag – en nálar. Er að vonast til að ég komist í gegnum morgundaginn með þeirra hjálp.

prufa
Líkar viðLíkar við
Spurning um hvort þið séuð að velja rétt þegar þið póstið – best væri að velja Anonymous. Ef það er valið other þá þarf maður að hafa google account. Gangi ykkur vel með commentin 🙂
Líkar viðLíkar við
Halló Inga mín.
Loksins var ég að fatta að þú værir „stórtækur bloggari“ og það frétti ég frá Englandi ;).
Til hamingju með frábæran árangur, Helgi sagði mér reyndar um daginna að þú værir að hverfa. Hlakka til að kíkja við á síðunni hjá þér á rúntinum mínum um heimasíður vina og vandamanna .
Bestu kveðjur Haddý Jóna
P:S frábært hjá þér um ástæurnar 😉 Mikill sannleikur þar held ég
Líkar viðLíkar við
Hef verið að fylgjast með mér svona stundum, mér fynnst þú vera frábær og standa þig vel þrátt fyrir allan bölmóðinn.>Kveðja Margrét
Líkar viðLíkar við
Hef verið að fylgjast með þér auðvitað en ekki mér þó að það gerist nú svona stundum þegar mikið liggur á haha>kv Margrét
Líkar viðLíkar við
Já Margrét – mér hefur dottið í hug að Landsspítalaheimsóknin sé þín getur það verið ;-). Og ef við fylgjumst ekki með okkur sjálfar þá er ég hrædd um að það geri það enginn! 😉
Líkar viðLíkar við