Svosem ekkineitt

Er mest að skrifa til að segja að ég fór EKKI í styrk í dag.

Já og hálsinn kom inn í dag eftir þessa fínu helgi eftir nálar og nudd á föstudaginn. Er alltaf svo skrambi góður eftir nálar. Ég og nálar erum nú svoldið góð saman eftir svolítið bumpy start 🙂

Fékk líka nálar í hælinn í dag. Fjórða skipti af sex. Fer viku batnandi þó ég sé nú svolítið slæm fyrst á eftir.

Jamm nálar eru galdrar held ég.

Samkvæmt reiknimeistara er ég 1,6 kg léttari en 8. janúar. Það er svo sem ekki slæmt þó heildarárangur síðustu mánaða sé ekki sérlega mikilfenglegur.

Ætli kommentin séu biluð á blogginu mínu?

En þá er bara að halda áfram.

4 athugasemdir á “Svosem ekkineitt

  1. Svona svona Inga mín! Þú ert nú ekkert alltof dugleg við að nota svona komment sjálf… ;o)

    Stundum er maður í góðum gír.
    Og stundum ekki.
    Þannig er það bara.
    Get used to it.
    Go with the flow.

    Og þú ert duglegasta manneskja sem ég þekki.

    Líkar við

  2. Hæ sæta.
    Stundum virkar hjá mér að setja inn athugasemdir, stundum ekki.
    Mér fannst allavega verst um daginn þegar ég, í einhverri tímaþröng, skrifaði voða fallega til þín… og það hvarf alltsaman. Garg.
    Ég lagði ekki í þennan upp-popp-glugga í langan tíma á eftir.
    En þau eru falleg blómin þín, ummmm lyfta geðinu í frostinu.
    kv, hds

    Líkar við

Skildu eftir svar við Gerður Hætta við svar