Ekki orð meira um handbolta.
Ég er ekki nógu dugleg í mataræðinu. Ég er hins vegar mjög duglega í hreyfingunni þó ég sé ekki eins yfirnáttúrulega dugleg og í sumar og haust en það á nú sér sína eðlilegu skýringu. Ég er í mjög erfiðri vinnu sem tekur út á mér.
Ég þoli ekki að ég sé að borða of margar hitaeiningar!
Af ofansögðu má sjá að ég steig á vigtina í gær! Það eru alltaf mjög slæmir dagar sem fylgja í kjölfarið. Það er alveg sama hvernig mér gengur mér finnst mér aldrei ganga nógu vel. Og þá skiptir engu máli að ég sé með hælspora dauðans og háls sem ber ekki uppi höfuðið. Set það ekki í nokkurt samhengi. Ef ég væri ekki að hreyfa mig svona mikið þá væri ég að þyngjast hugsa ég! Og samt þykist ég vera í einhverju aðhaldi – ja eða ekki…
Er líklega ekki í neinu aðhaldi því ég borða bara næstum það sem mér sýnist!
Ég bjó mér til matardagbók um daginn – sem náði yfir um 10 daga held ég. Þegar ég byrjaði að skrifa í hana ætlaði ég bara að skrifa niður allt það sem ég borðaði en ekki vera að breyta neinu til að fegra hana. Svo átti að hefja gáfulegt át með nýrri bók. Nú er komið að því.
Ekki í dag samt og ekki í gær- fuss og svei! Á morgun fer ég í Bónus og versla gáfulega inn og verð eins og manneskja í febrúar – reyni að taka þetta með trukki.
Baldur var svo sem ekki svo óánægður með bókarskrifið – finnst reyndar að hann hefði átt að vera óánægðari – held hann sé með aumingjagæsku í garð mín! Enda er ég svo sem ekki í neinum firna góðum gír.
Háls og herðar stífari en um langa hríð. Ég fékk nálar í gær og ég á alltaf góðan dag í kjölfarið. En þær virka svo sem ekki mikið lengur en það. En ég svaf fyrir vikið algjörlega dásamlega í nótt með smá hjálp lyfja að auki :-).
Ég fór svo í fínan göngutúr í Þrastarskóg í morgun og brenndi næstum 600 kal – fín ganga það. Sökk og rann og skautaði og því reyndi vel á kálfana. Hælsporinn bara þokkalegur. Við eigum eftir þrjú skipti í nálameðferðinni varðandi hann.
Baldur vill ég hætti að synda og sjái til hvort hálsinn lagist.
Ég fer þá í sundleikfimi, oftar í salinn (veit ekki alveg hvenær ég á að hafa tíma eða orku í það – sundið er nefnilega miklu meira slakandi en helv… salurinn).
Mér finnst ægilegt að hætta að synda. Það er svo gott að fara um kvöldmatarleytið… en það er kannski bara hreinlega ekki gáfulegt…
Ég svo sem hætti því í sumar þegar ég fékk í hálsinn og lagaðist en ég var ekki í sundi í haust þegar ég fékk í hálsinn síðast -en það er kannski ekki til að bæta ástandið.
En ég átti góðan dag í gær – fínan fram að þessu í dag.
Nú fer ég að hvíla mig og kannski get ég lært á morgun. Það væri frábært.
Það væri bara frábært ef mér gæti liðið svolítið betur punktur!
Og svo er ég búin að læra á ownzone hjá Polla. Polli er hins vegar með leiðindi við mig og skilur ekki að brennslupúlsinn minn er frá 96 eða svo – hann er með rugluna varðandi það og ég verð að reyna að koma vitinu fyrir hann.
annars vill hann stundum að ég sé á moderate hjartslætti en ég er alltaf í light að hans mati. Það er eiginlega þar sem okkur greinir á. En ætli mér takist ekki að gera hann meðvirkan eins og alla!
