Ég er búin að koma vitinu fyrir Polla – sem betur fer. Honum finnst ég vera í rosa góðu formi enda er púlsinn hjá mér eins og sofandi þorski um lágnættið. Hann sagði að ég hefði eitt um 300 kal í vatnsleikfiminni í morgun sem lætur nærri – hún er alltaf lægri á morgnana brennslan hjá mér – en á mánudag þegar ég fór í Styrk þá var hann alveg ringlaður og enn undir áhrifum hennar Þórunnar mögnuðu og talaði því bara big nonsense.
Í sundi í gær var hann líka heldur gáfulegri. Sem svo aftur þýðir það að ég hef hreyft mig svona þessa vikuna:
Mánudagur
Hjólreiðar í 25 mín (ekki samfellt alveg)
Styrkur 40 mín brennsla og léttar æfingar f. efri hlutann
Þriðjudagur – 800 m í sundi – hreyfing í 30 m ín
Miðvikudagur – sundleikfimi
Nokkuð gott bara – en svo er ég svo búin að vera n´ðuna að ég get ekki andað. En það er bara fimmtudagur eftir og svo er kominn föstudagur.
Ég hef verið þolanleg í hálsinum og verkjatöflur virkað vel á verkina og höfuðið en nú er aftur farið að síga á ógæfuhliðina og ég er löðrandi í verkjum. Hælsporinn kítlar en skrækir ekki – ætti að vera orðin skárri á morgun – er alltaf slæm 3 – 4 daga eftir nálarnar. Og ég er sannarlega miklu betri en ég var t.d. um jólin.
Ég hef verið að telja hitaeiningar ofan í mig. Það er nú meiri bévans hagfræðin! Dísuss. Vitið þið að í einum litlum núðlupakka – svona instand ógeði eru 400 hitaeiningar. Nei takk segi ég nú bara þá borða ég nú flest annað! Fuss og svei. Og hrökkbrauð – eins lítið spennandi og það nú er – það er sko fullt af hitaeiningum í því! Þó það sé nú kannski skárra en brauð…
Jukk bara
Og ég er svo leið yfir leiknum í gær að ég get í hjartans einlægni grátið fögrum tárum.