Yfirlit

Þriðjudagur – unnið til átta eða svo 😉
Matur að mestu í fínu lagi
Miðvikudagur – vatnsleikfimi – var að venjast fyrirbærinu. Sund um kvöldið, alls brenndi ég 600 hitaeiningum í vatninu yfir daginn. Matur í fínu lagi nema 2 smákökur og einn súkkulaðimoli og ég borðaði of seint eða 20:30. Fór í nudd og bylgjur á hælinn. Er mjög þreytt í hálsinum og komin með verki um 11 leytið alla virka daga. Geng hölt eftir setur. Er með seiðingshausverk alltaf hreint, gleymi honum stundum hann er orðinn svo viðvarandi.
Fimmtudagur. Besti morguninn varðandi hálsinn en var með dúndrandi hausverk þegar ég vaknaði. Keypti mér fínt nesti yfir daginn :-). Stefni á hvíld í dag nema kannski sund seinni partinn því ég er á fundi í kvöld- það yrði þá bara til að létta á spennunni sem er ynnra með mér.

Svo er það toppsport á morgun og það verður nú svolítið gaman að sjá hvað Polli vinur minn segir þá. Hann þverneitar að taka sundið í gærkveldi inn í kaloríur vikunnar – skil ekkert í því. Æfingin birtist í dagsyfirlitinu fyrir 10.01 en kemur ekki inn í vikuna. Verð að athuga þetta :-).

Við Polli, við erum annars góð saman ;-).

En best að leggja í daginn sem vísast verður með skrautlegasta móti.

2 athugasemdir á “Yfirlit

  1. Já Pólar er góður æfingafélagi ekki satt. Það kemur ekki inn í vikuyfirlitið fyrr en vikan er liðin – EN ef þú ýtir á örupp í aðalvalmyndinni og svo OK í diary þá kemur upp hvað þú ert búin með mikið af vikuáætluninni. Ertu ekki búin að finna út your own index og setja inn æfingaplan???

    Vatnsleikfimi er frábær fyrir hælspora og aðra auma staði. Frábært hjá þér Inga mín.

    kk Et

    Líkar við

  2. Halló Erla! Heyrðu ég var ekki búin að fatta þetta með dagbókina maður! hafði alveg farið fram hjá mér. ég er ekki búin að búa mér til raunhæfa áætlun – Polli setur upp fyrir mig og virðist byggja á vikunni á undan. Ég ætla að sjá á morgun hvað hann segir og sjá svo hvernig þetta þróast hjá okkur æfingafélögunum. 🙂

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar