Vinna og kaffipása

Jahá – bara kominn 4. janúar og ekkert komið um áramótaheitin enn! Hvað er kerlan að hugsa! Nú um þau náttúrulega en á bara svolítið erfitt með að setja þau inn því maður verður náttúrulega að stand við þau!

En ég er nú búin að hreyfa mig alla daga þessa árs og synti á gamlársdag þannig að:

Þann fyrsta fór ég í fínu gönguna á Þingvöllum
2. jan fórum við í háskalega hálkugöngu í Hellisskógi og svo fór ég og synti í Hveragerði einhverja litla 600 metra varla verið meira
3. janúar synti ég 800 metra og hljóp svolítið í lauginni og brenndi við það 360 hitaeiningum! Tíhíhí

Í dag… hummm er nú svoldið þreytt sko… en fer nú líklega í sund.

Staðan er annars svona:
Illt í fótunum – framan á þeim sérstaklega, hælsporinn að drepa mig á köflum, höfuðverkur og hálsverkir út í eitt með nokkrum hreyfanleika þó!

Stutt í þunglyndið en ég flýt samt – stuttur dagur á morgun hjá mér og ég kemst í nudd á mánudaginn – það verður frábært.

Stefni á pistil um markmið og áform og það allt á allra næstu dögum 🙂

1 athugasemd á “Vinna og kaffipása

  1. Myndirnar frá Þingvöllum eru tær snill. Ég fæ pínu sting við sumar myndirnar. Það koma minningarbrot fram nánast við hverja einustu. Það er ljúfsárt. Veit ekki afhverju sárt, þetta var ljúf æska og ljúfar minningar. Kanski sárt því þá var allt svo einfallt og áhyggjurnar meira hvort maður kæmist á skauta eða í búið eða hvort köngulærnar slyppu frá Fjósatúni!! Nú er þetta hreint ekki svo einfalt lengur og það hellist yfir mann fortíðarþrá. Það er eins og þú segir, þetta er hluti af manni og verður ekki frá manni tekið þó annað breytist. Hvað þá allar þínar minningar.
    Það er líka rétt hjá þér að maður verður að horfa fram á við. Gagnast ekki bara að horfa til baka til að sakna. Framtíðin felur í sér tækifæri. Vonandi verður árið okkur gott elsku frænka.
    Kveðja Björk

    Líkar við

Færðu inn athugasemd