Nú árið er liðið I

Nú nálgast uppgjör ársins. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár í meira lagi og full ástæða til þess að gera því skil. En það er e.t.v. ekki úr vegi að skella stöðunni í dag upp á þetta blessaða blogg.

Mér líður á stundum sem ofskreyttu jólatré og miðarnir eru ekki allir sérlega fallegir eða skemmtilegir. Sumir þeirra eru eldri en aðrir en allir eru þeir mér á einhvern hátt ókunnuglegir þó svo að ég hafi átt að kannast við þá suma.

En amk er staðan sú í dag að mér finnst eins og þeir hafi aldrei þvælst fyrir mér sem nú :-). En það er líklega vegna þess að ég er að gera eitthvað í þeim.

Áramótaheitin hljóta að tengjast þessum miðum öllum saman – svo mikið er víst.

Með því að smella á myndina er hægt að sjá hana stærri

1 athugasemd á “Nú árið er liðið I

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar