Iss ég held að áætlanir séu bara svona mest til þess að gera ekkert með þær – gæti maður ekki sagt að þær væru svona til viðmiðunar? Jólaundirbúningsáætlunin mín er nú svoldið öðruvísi í verki en á bloggi en það er allt í lagi :-).
Hér er allt í hæfilegri vitleysu en:
Jólakveðjur óma
Hangikjöt mallar við suðumark
Jólagjafir lúra hér og þar um húsið
Kertin loga innan um ókunnulega hluti sem eru á vitlausum stað 🙂
Bjartur er úti á bletti að rífast við gesti og gangandi 😉 og keyrandi
Úti er yndislegt veður
Jólatréð virðist vera alveg tilbúið fyrir skautið sem er nú mikill munur!
Hvernig var það nú aftur…
Já, „plans never last past the first encounter with the enemy“.
Eða eikkað soleis. Áætlanir eru bara svona meira til að vita hvað mar á eftir… Svo gerir mar sumt og sleppir sumu og breytir enn öðru og allt gengur upp að lokum! :o) Ég er til dæmis ENNÞÁ ekki farin austur! Og ég sem ætlaði að fara bara í gær held ég….
Líkar viðLíkar við
Elsku Inga.
Gleðileg jól og takk fyrir samveruna í haust. Æðislegt blogg hjá þér eins og alltaf.
Jólakveðja,
Kristjana Gunnarsdóttir.
Líkar viðLíkar við
Gleðileg jól gullið mitt! :o)
Líkar viðLíkar við