Þorláksmess–a :-)

Iss ég held að áætlanir séu bara svona mest til þess að gera ekkert með þær – gæti maður ekki sagt að þær væru svona til viðmiðunar? Jólaundirbúningsáætlunin mín er nú svoldið öðruvísi í verki en á bloggi en það er allt í lagi :-).

Hér er allt í hæfilegri vitleysu en:

Jólakveðjur óma
Hangikjöt mallar við suðumark
Jólagjafir lúra hér og þar um húsið
Kertin loga innan um ókunnulega hluti sem eru á vitlausum stað 🙂
Bjartur er úti á bletti að rífast við gesti og gangandi 😉 og keyrandi
Úti er yndislegt veður
Jólatréð virðist vera alveg tilbúið fyrir skautið sem er nú mikill munur!

3 athugasemdir á “Þorláksmess–a :-)

  1. Hvernig var það nú aftur…
    Já, „plans never last past the first encounter with the enemy“.
    Eða eikkað soleis. Áætlanir eru bara svona meira til að vita hvað mar á eftir… Svo gerir mar sumt og sleppir sumu og breytir enn öðru og allt gengur upp að lokum! :o) Ég er til dæmis ENNÞÁ ekki farin austur! Og ég sem ætlaði að fara bara í gær held ég….

    Líkar við

  2. Elsku Inga.

    Gleðileg jól og takk fyrir samveruna í haust. Æðislegt blogg hjá þér eins og alltaf.

    Jólakveðja,
    Kristjana Gunnarsdóttir.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar