læri læri lær

…en ekki í Khí heldur í lífinu sjálfu!

Ég er búin að læra eitt. Það eru engin tímamörk á því hvenær ég VERÐ að vera orðin svona góð á ógeðstækinu, eða hvenær ég verð orðin ákveðin kíló! Ég hef nógan tíma til þess að ná þeim markmiðum sem ég set mér. Hið eina sem ég hef nóg af er tími (og kíló!). Tíminn skiptir ekki máli í þessu dæmi hjá mér heldur það að ég er að breyta, gera og upplifa.

Ég er búin að læra tvennt! Í dýpstu niðursveiflu síðari tíma hjá Ingveldi, þunglyndi, blankheitum, unglingaárekstrum, vinnuóþoli, ægiþreytu þyngdist stúlkan ekki neitt heldur hélt fengnum hlut! Ég vildi óska að ég hefði lést síðasta mánuðinn en ég er svakalega glöð að ég hef ekki bætt á mig mörgum kílóum. Fyrst ég komst í gegnum þennan tíma þá má ég líklega bara vera sátt við mig því síðustu vikur hafa ekki verið þær auðveldustu það get ég svarið!

Ég er búin að læra þrennt! Maður þarf að halda vel á spilunum til að léttast. Kúrsinn þarf kannski ekki að vera þráðbeinn en maður verður að halda honum. Mín leið til að halda honum er hreyfingin og á hana ætla ég að leggja áherslu á næstu vikurnar – í gegnum jólin og reyna að halda fengnum hlut. Fram að jólum ætla ég að reyna að sækja á smjörfjallið. Hreyfingin verður að koma inn til þess. Ég er nokkuð góð af hælsporanum, hálsinn er þokkalegur þannig að ég ætti að geta spriklað smá neti lífsstílsbreytingarinnar!

Smá seinna – mundi þetta ekki alveg í morgun sko – erfitt að læra svona margt í einu :-):

Ég er búin að læra fernt! Mér leiðist í Styrk á morgnana. Það er svo mikið einhvern veginn, já best að móðga engan, en það er sem sagt svoldill ys og þys og ekki alveg mín stemmning. Og ég bara fann það þegar ég fór í Styrk í gær hvað það var dásamlegt og dásamlegt að vera í þriðjudagsrólegheitunum! Og þess vegna á ég svoldið erfitt í spinning um þessar mundir þar sem ég þoli ekki vel ys og læti! Því ætla ég að geyma spinning til næsta árs og fara aftur á þriðjudaginn í Styrk – og á sunnudaginn náttúrulega svo ekki sé minnst á föstudaginn (hlýt að komast þá for fanden). Jamm þetta er ég nú búin að læra. Viðbrögð við þessum númer fjögur er sem sagt auk þess að mæta á miðjum degi á þriðjudegi er að huga að því að labba á morgnana frekar en fara í lætin í Styrk.

En að minnsta kosti þarf ég að vera dugleg að hreyfa mig. Sækja á, á ný!

1 athugasemd á “læri læri lær

  1. Ja – það er ekki nóg með að þú sért búin að læra heilan helling – heldur ertu meðvituð um það og getur því nýtt þér lærdóminn þegar þurfa þykir – ekki satt!!

    Annars allt gott að frétta Inga mín – við erum orðin allt að því hreinræktaðir tjallar hérna 😉
    KK ET

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar