Oh mig langar svo…!

Að vera svona merkilegur bloggari. Bloggari sem bloggar um pólitík. Gagnrýnir ríkjandi ástand – berst fyrir réttlæti og fyllist djúpstæðri vellíðan fyrir árvekni sína og dyggðir í hvert skipti sem hann les yfir bloggið sitt.

Ég aftur á móti er ekki þannig bloggari. Ég er svona dagbókarbloggari og þar sem ég virðist ekki hugsa neitt merkilegt þá er náttúrulega ekki von á góðu – og ekki eru athafnir daglegs lífs viðburðarmeiri en heilabúið leyfir!

En það er nú svo sem ekki annað gera en horfast í augu við hver maður í er í þessu sem öðru. Mér finnst samt svolítið leiðinlegt hvað fólk kommentar lítið hér. Það er gaman að fá smá viðbrögð en ég mætti svo kannski vera duglegri að sýna viðbrögð við viðbrögðunum – en það er kannski ekki gott að sýna viðbrögð við því hve margar vélar voru þvegnar eða hvort maður fer í Styrk eður ei!

Sem ég vel að merkja gerði í dag! Og Ragnheiðru yndi mitt og ljós fór með Jobba í Bónus í dag að versla – og viti menn hér var þessi dýrindis kvöldmatur á borðum með grænmeti og alles!

Sami Jobbi setti upp seríu á húsið mitt í dag með Aðalsteini – strax biluð – vantar bil í hana en þar sem ég er að auka mér umburðarlyndi og þolinmæði þá ætla ég ekki að pirra mig á því í fullkomnu trausti þess að Jósep hafi forgöngu um málið á morgun!

Held samt að þessar seríur sem ég keypti núna hafi verið drasl! En vonum það besta.

Helgin að baki – hvert fer tíminn? Verð að nýta tímann vel þegar ég kem heim á daginn – svo allt verði tilbúið fyrir starfsmannateitið á föstudaginn. það er nú alltaf svo gaman. Bæði að hafa tilbúið og að fá fólkið :-).

Annars líður mér eins og marsbúa á jörðu niðri því það eru allir með hvítar seríur eða rauðar – en á meðan er allt í regnboganslitum hjá mér! Hvað ætli allir þurfi að vera eins! Fór og skoðaði húsið hjá Björk og það var yndislega fallegt. Elska einfaldleikann.

En ég ætlaði að vera komin upp í rúm kl 22 og það styttist í það.

Ég á ekki von á því að fara í brennslu á morgun – þarf að fara út í skóla ekki seinna en sex helst…Christ hvað ég á mikið eftir að gera svo dagurinn gangi vel fyrir sig!

En þá þarf ég líka að fara að sofa! Og sofa en ekki vaka og bylta mér…

Verður maður ekki að treysta því að Aðalsteinn komist fótgangandi í Smíðanda á morgun? Fyrst ég kemst það þá….

Ég á svo dekruð börn að það er rosalegt!

2 athugasemdir á “Oh mig langar svo…!

  1. Ó, já, mig langar líka að vera svona góður bloggari með skoðun á öllu, eða svona bloggari sem segir allt sem honum finnst (er alltaf eitthvað að passa mig).
    Eða rosalega fyndinn, eða…
    Alltaf vill maður eitthvað vera að breyta sjálfum sér.
    Mér finnst bloggið þitt ljómandi skemmtilegt Inga mín, þú getur gert þvottafréttir spennandi, þarf þá nokkuð að segja meira?

    Líkar við

Skildu eftir svar við Helga Dögg Hætta við svar