Palli heima liggaliggaló!

Mynd frá Rúnavík í Færeyjum þar sem ég held að Pallinn minn sé að smíða eitthvað – brú eða eitthvað…. Hmmmm ætti nú kannski að spyrja að því hvað hann sé að sýsla þar. Ég held reyndar að það hljóti að hafa verið teknar margar myndir þennan dag í Rúnavík – ég held satt að segja að það sé aldrei snjór í Færeyjum nema í algjörum undantekningartilfellum. Palli myndi amk vilja frekar hafa snjó en rigningu alltaf hreint. Hann er að verða smá oggu þreyttur á henni. Anganóran mín. En svona lítur nú Rúna vík út núna:

Og hér má finna fullt af vefmyndavélum í Færeyjum sem er náttúrulega krúttlegasti staður í heimi.

En þar sem hann Páll verður í allnokkru stoppi núna eða 10 daga þá stendur nú mikið til og ekki gengur að liggja í þunglyndi, vonleysi, volæði og aumingjaskap þannig að það var sett á hold þar til á mánudag amk! Vona að sunnudagurinn sleppi… Það er svo fín og merkileg tiltektaráætlun hjá okkur hjónunum þá að minnsta kosti.

Nú er verið að færa til og breyta og voða gaman og gaman. Langþráð stund runninum upp. Erfiðast hefur verið að koma Páli út úr bílnum en ég virðist á köflum vera orðin mun hraðskreiðari en hann og vippa mér af meiri fimi út úr bílnum stend svo og dáist að sjálfri mér fyrir flýtinni og lipurðina á meðan hann paufast þetta út úr bílnum blessaður!

Jamm, við fórum í göngutúr í 13°C frosti í morgun í Þrastarskógi með Bjart – förum aftur á morgun og þá er líka Styrk dagur – vonandi kemur Palli með, hann vill þó meina að hann eigi ekki viðeigandi klæðnað. Það eru svo fáir á sunnudögum að hann gæti alveg verið á sundskýlunni bara tíhíhi. Það myndi honum nú finnast svei mér skemmtilegt! Og ég fékk mér hafragraut í morgun eftir langt hlé. Þetta hlýtur að vera á uppleið. Ég er amk búin að fatta smá afhverju ég hef verið svona ómöguleg og þá er bara að taka á því. Það tengist líkamsrækt ekki neitt, mataræði svolítið mikið og öðru enn meira.

En þið sjáið hvað gerist – ég hressist og blogga þá aðeins meira… enda svo sem ekkert gaman að lesa endalaust væl og sögur af aumingjaskap mínum. Ég verð eiginlega líka að hætta að enda allar hugsanir á því að ég sá aumingi… og svo þarf ég að setja mér markmið, ég held ég þurfi meira að segja að setja mér þrjú ólík markmið stutt, lang og milli eitthvað… Það segja allir að það sé ægilega mikilvægt. Og svo þyrfti ég að finna mér ástæðu líka – það væri gott.

Alltaf nóg að sýsla.

Lof jú Ingos

Að líða illa

Mig langar ekkert til að blogga. En ég veit að ef ég hætti að blogga þá verður vandinn meiri því hann býr bara innra með mér og mig vantar þá eitt vopnið til að eiga við vanlíðanina. Það er líka ekki sérlega töff að tala um vanlíðan og það kannski truflar mig að hugsa að einhver lesi þetta blogg mitt. Maður getur aldrei sagt allt hvort sem er – býr að hluta til í lýgi og blekkingum. Sumt á ekki erindi út á vefinn. Ég hef póstað tvær færslur sem ég svo faldi – það er svo sem ekki rétt að bera sig alveg. Það er líka hálfgert klúður að vera á bömmer, gráta af minnsta tilefni og finnast allt ömurlegt – ekki bara ómögulegt heldur ömurlegt. Og geta ekki tekist á við vandann sem maður þó þykist vita hver er.

Ég er óánægð með mjög margt í mínu lífi.

Í fyrsta sinn frá því ég fór að kenna finn ég fyrir raunverulegri vanlíðan gagnvart starfi mínu svo mikilli að meira að segja börnin ná varla að rífa mig upp úr því – og ekki. Þessi áánægja tengist mér og því hvernig ég er. Engum öðrum. Ég er sem sagt ástæða þess að ég er ekki ánægð. Vinn með fínu fólki að verkefni sem er krefjandi og lærdómsríkt. Niðurstaðan er því að lausnin fellst innra með mér.

Sáli sagði margt og spurði margs – gott að ég var búin að vera í 9 mánaða æfingu hjá Baldri í því að svara spurningum annars hefði 8000 kallinn sem tíminn kostaði nýst illa – best að byrja að tala á fyrstu mínútu! það kom þrennt mjög athyglisvert fram:

Feitt fólk er hömlulaust (ég er sem sagt hömlulaus sem eru náttúrulega svoldið leiðinleg tíðindi en ok ég er offitusjúklingur þannig að það hlýtur að vera, ekki satt? Og ekki nóg með það – það er greinilega mikill ókostur og hefur alvarlegar afleiðingar) á fleiri sviðum en einu. Það er t.d. drasl heima hjá mér því ég er hömlulaus! Ekki er nóg með að ég sé offitusjúklingur af því að ég hef svo marga djúpstæða galla heldur er drasl í kringum mig af því líka! Og það finnst mér frekar leiðinlegt verð ég að segja! Draslið er ekki af því ég fæ svo litla hjálp, er þreytt og uppgefin eftir vinnuna, ræktina eða námið – heldur er ég hömlaus offitusjúklingur sem burðast með það nenna ekki að taka til af sömu ástæðu og offituna. Sama er um peningamálin, þau eru líka þeim sömu göllum að kenna sem valda því að ég er feit og draslararófa! Sem sagt lausnin býr innra með mér – gallarnir mínir eru ástæðan. Ég er og haldið ykkur fast víst auli. Allt er mér að kenna og ég á að laga það því ekki vil ég hafa allt í voða vitleysu víst!

Nú svo viðheld ég kaos ástandi til að réttlæta vitlaust mataræði og það líf sem ég lif er eins og það er því ég vil viðhalda kaosástandi – það afsakar svo margt af því sem af er. Boy does this figures. Og ekki er nóg með að kaosið sé ástæða þess að ég skipulegg ekki neitt í mínu einkalífi heldur er það ástæða þess að ég geri mér ekki áátlanir né set mér markmið – og þar með viðheld ég enn betur kaosinu! Christ!

Ég ég ég….

Ég hef alltaf vitað að ég gæti ekki stundað líkamsrækt nema ég setti það niður á dag og klukku og ég var meira að segja farin að skrifa markmið niður að kvöldi fyrir næsta dag hvað varðar mataræði og hreyfingu (sem hefur verið í mjög föstum skorðum þar til núna).

Mataræðið gekk verr og gengur verr og ég læt það hafa mjög neikvæð áhrif á mig að ég nái ekki að vera með það í lagi. Ég læt það skemma fyrir mér ánægjuna af hreyfingunni. Og Óánægjan dregur mig alveg niður í svaðið í öðru. En kannski er óánægjan ekki bara tengd sjálfri mér og eigin aumingjagangi sem mér finnst á köflum algjörlega yfirgengilegur heldur aðstæðum og ég þarf að huga að þeim. Fyrirgefa mér að vera sú sem ég er.

Meira síðar um vanlíðan Ingveldar. Þið fyrirgefið rausið.

Stjarna dagsins

Aries
March 20 – April 18

This is NOT the day to take care of paperwork, dear Aries, particularly if it involves money. Your mental processes are slower than usual, and you may find that you’re easily distracted. Your mood won’t be all that great either, so it might be a good idea to wait a few days before tackling tasks like this. If the work is urgent, don’t be afraid to ask for help. You’ll be able to stay more focused if you do.

Kvíðalistinn minn og drög að leiðarlokum

Námsmat í mörgum liðum – búið
drög að einstaklingsáherslum í stærðfræði – langt komin
Lestrarprófa búið
Útbúa gátlista í stærðfræði langt komið
Aðalverkefni í námskrárfræðum hvað var það aftur?
Þvottur ha er einhver þvottur?
Útbúa tvo stutt málfundarinnlegg sem ég held ég eigi að flytja í næstu viku! Annar búinn
Fara í bæinn á mánudag til sála og í dekur tíhíhí því ég er svona næstum því búin að missa 20 kg búið fannst ég ekki eiga það skilið!
Fara svo aftur í bæinn á þriðjudag að tala við kennara í Grandaskóla búið
Elda góðan og hollan mat Örlar ekki á því
Hugsa um Aðalstein er rifrildi ekki að vilja vel?
Vera góð við Ragnheiði Hver er hún?
Labba með Bjart ha – hvert á ég að labba með hann?
Stunda líkamsrækt sko það er mjög mikið að gera hjá mér og spinning tekur mjög á og ég þarf að vinna mikið foreldradagur og námsmat og svona, Palli að koma heim, fundir, þið vitið hvernig þetta getur verið!

Hætt við að birta það sem ég setti hér áðan!

Eitthvað að frétta?

Sigh

Það hefur svo margt gerst og ég hef hugsað svo margt að það er ekkert venjulegt! Það er heldur ekkert venjulegt hvað ég er þreytt á mér! Í grunninn er allt í voða og vitleysu. En ég ætla ekki að tala um það. Ekki strax að minnsta kosti. Ég ætla að segja ykkur frá öðrum spinningtímanum mínum – en eins og má lesa hér hef ég farið í einn tíma áður!

Þriðjudagur var annasamur dagur. Ég var mætt út í skóla fyrir sjö, var eitthvað að stússast og já reyna að gera fyrirlesturinn fyrir Grandaskóla þar sem ég átti að tala í 60 mín en ekki 30 því meðfyrirlesarinn minn forfallaðist. Það gekk allt vel.

Svo kenndi ég svoldið og stressaði mig svolítið upp og taldi mér trú að það væri ægilegt mál að tala við aðra kennara um sjálfa mig – sem það var nú svo sem ekki. Bara gaman að hitta þau. Og það er líka gaman að tala um sjálfa sig oh já. Nú jæja nóg um það – brunaði heim og var komin að verða hálf sex.

Og þar sem ég er svoldið klár og farin að þekkja mína þá skráði ég mig og Sigurlín í spinning á mánudaginn því ég VISSI að ég myndi skoho ekki gera það á þriðjudag – of margar afsakanir komnar þann daginn – annir og það allt saman þið vitið.

Þar sem ég kom heim reifst ég svolítið við yndið mitt og ást – soninn, hljóp svo út með tárin í augunum yfir því að vera ekki betri í samskiptum og skilningsleysi hans og veraldarinnar á nauðsyn þess að stundum bara þyrfti ég aðstoð við einföldustu verk – stundum væri þetta mér bara ofviða. Nú þar sem ég þurrkaði tárin hentist ég af stað svo þreytt að ég reyndi að hugsa ekki einu sinnum það sem biði mín. Strúts-syndromið getur komið sér vel you know!

Henti mér upp á fákinn og beið þess sem koma skyldi (ég man eitt – mér fannst stiginn upp á loft í Styrk einu sinni alveg ógeðslega langar og ég er viss um að ein ferð upp hann í febrúar hefði farið með mig í margar mínútur – verið mér næg heilsurækt þann daginn) Ég var búin að æfa mig að stíga rétt á pedalana og halda það út á sunnudaginn og vissi því hvað beið mín – verkir í ökklum, ristum og KÁLFUM – er bara vont fyrst þið vitið. Það var ekki liðið nema svona korter af tímanum þegar við Sigurlín litum á hvor aðra í gegnum svitataumana og mæltum næstum í kór: ,,Er þetta ekki svoldið erfiðara en síðast?!“ O jú dear þetta var það skoho.

En við vorum nú glaðar í kjölfarið því þjálfarinn sagði að nú biði stutt lag og við bara sögðum enn í kór ,,Hjúkket“. En lengra stutt lag hef ég nú ekki komist í tæri við og ég hélt ég myndi andast þar og þá – stíga niður með hælunum, halda hnjánum beint fram – halda andlitinu! Ég skyldi sko ekki gefast upp þarna fyrir framan þátttakendur oh nei og ég skyldi ekki heldur hjóla hægast eða með léttara en aðrir – öðru nær. Reyndi svona að líta sæmilega út við hliðina á Sigurlín hetjunni minni. Verða henni ekki til skammar. Lagið reyndist 6 mín og með lengsta sólói sem fyrirfinnst í lokin! Og þá átti að hjóla hratt! Og þar sem ég sá að sjálfsvirðing mín yrði of dýru verði keypt eða vernduð af dauða mínum ákvað ég bara að hætta – skrækir þá ekki þjálfarinn: ,,ÁFRAM!!!!“ og hvað gat ég annað gert en sett upp hetjusvipinn og hjólað sem aldrei fyrr. Ætlaði sko ekki að vera með einhvern aumingjabrag á þessu – nóg að feitt fólk sé mesta heilsufarsáþján vestrænna þjóða þó ég opinberi það ekki á almannafæri! Og tíminn var bara ekki svo langur eftir allt saman! Og ég var á lífi! Og gat gengið! Haldið jafnvægi og andað með alveg ágætum!

Í skemmstu máli skjögraði ég niður stigann á heilaumum iljum og ökklum og ég var enn móð þegar ég kom úr sturtu! Sigurlín brenndi 580 kaloríum í tímanum! Verð ég ekki að vona að ég hafi verið hálfdrættingur – nóg dj… lagði ég á mig.

Ég komst út í bíl og emjaði undan hverjum steini sem ég steig á, aumari í ökklunum en leyfilegt er og hvað er þetta eiginlega þarna undir fótunum – hælspori og hvað fleira???? Ég íhugaði það af fullri einurð og hjartans einlægni að sofa í bílnum þegar ég var komin í hlaðið heima en þá sá ég á hitamælinum að frostið væri líklega meira en svo að ég færi vel út úr því. Opnaði hurðina, setti annan fótinn varlega út og reyndi að koma hinum líka – sem tókst, opnaði afturhurðina og horfði á íþróttatöskuna – lyfti henni með báðum höndum 3 cm frá sætinu og lagði hana þá frá mér – hún var of þung til að ég gæti bætt henni á mig inn. Hún yrði að bíða næsta dags blessunina.

Steig inn fyrir þröskuldinn og sagði: ,,Það verður Pizza í kvöld Aðalsteinn!!!“ Reyndi svo að vera á stjákli þar til ég gat farið að sækja hana því ég vissi að þegar ég settist þá myndi ég aldrei geta staðið upp aftur!!!!

Hafi ég sagt að spinning væri easy í fyrri pistli mínum í ofsafenginni gleði yfir því að lifa hann af, þá er það ekki allskostar rétt elskurnar – það er púl! En svo fattaði ég að til að bæta gráu ofan á svar að ég hafði ekki teygt nóg (-Muna verð að teygja meira eftir tímann) gerði svolítið af teygjum í gærkveldi og það má segja að ég sé göngufær í dag 😉 En harðsperrur er ég með í fótunum maður lifandi -holy molly.

Sem sagt viltu alvöru púl?- Farðu þá í spinning og gerðu þitt besta og aðeins meira – til að halda feisinu!

Annað læt ég liggja á milli hluta, það er ekki í sem bestum farvegi 😉

Búin að sprikla, vinna og skoða mynstursteypu

Fór á sund í Styrk í dag og stillti ógeðsvélina á 9 í 20 mín, en ekki bara sex eða sjö eins og ég var farin að dröslast til því mér fannst þetta svo þungt! Miklu þyngra en hér í eina tíð – en þetta gekk nú alveg ágætlega – náttúrulega kannski mismunandi hvaða kraftur býr i vöðvunum – ég hef náttúrulega ekki verið hreyfa mig mikið undanfarið – það væri synd að segja það!

Svo hjólaði ég í 24 mín og reyndi að hafa hnén fram og standa bara með tærnarí pedalanum og reyna að þjálfa mig undir næsta spinning tíma – og viti menn ég fékk undir yljarnar en kannski er þetta spurning um blóðstreymi og dreifa álaginu. Ég reyndi líka að ýta með hælnum – reynir á ökklana svolítið og kálfana ha? Ég þoli ekki að geta gert allt mögulegt en verða alltaf illt í einhverjum sinum og vöðvum. Ég meina ég er bara eitt vöðvaverkjabúnt einhvern veginn. Ég ætla t.d. ekki að tala um herðarnar á mér núna! En þetta var sko bara flott upp á gamla mátann – sumar flott – þegar ég hafði orku til að raunverulega gera eitthvað upp á hvern dag.

Fékk mér svo grænmeti og kjöt þegar ég kom heim og þrjá gamla lakkrísmola! Hægt? Nei ekki ég – ég er ekki hægt. Haldin djúpstæðri sjálfseyðingarhvöt það er klárt.

En áður en ég fékk mér matinn fór ég á rúntinn að skoða mynstursteypu. Fór í hólana og grundirnar en þá hætti ég – fólk er ekkert voða hrifið af því að maður sé að skoða fyrir framan húsin þeirra! Sé mjög eftir þessari ákvörðun! Eins og mér finnst nú gaman að mynstursteypu -mig langar í svoleiðis nebbilega fyrir framan mitt hús.
Ég held ég fari gangandi í njósnaleiðangur næst, úff púff.

Ástæða

Í dag var spurt um hver væri ástæðan fyrir því að ég er í þessari lífsstílsbreygingu minni!

Og vitiði ég hef ekki hugmynd um það!

Ég gæti sagt þetta og fundist það ýmist eiga við mig eða ekki – allt eru þetta ástæður sem maður fær úr umhverfi sínu en ekki endilega innra með mér:

Af því einhverjum öðrum en mér var það svo ,,mikið hjartans mál?“

Af því að það er hið eina gáfulega í stöðunni?

Afþví samfélagið viðurkennir ekki feitt fólk – það er litið niður á feitt fólk og ég vil ekki að það sé litið niður á mig?

Afþví mig langar til að lifa lengur?

Afþví mig langar til að vera hraustari?

Afþví ég var búin að fá nóg af mér?

Afþví ég var komin að endamörkum hins mögulega?

Ég hef enga ástæðu til að gera þetta – verður maður ekki að hafa ástæðu? En víst finnst mér þetta gáfulegt ráðslag.

En ég er á köflum alveg búin að fá nóg af mér. T.d. kvöldmatnum í kvöld og nammiafgöngum sem ég át nú rétt í þessu! Ég er totally lost yfir mér stundum. Kannski þarf ég að finna mér ástæðu og setja mér markmið ha? Það hljómar amk þannig að það sé gáfulegt!

Ég meina þarf að vera ástæða fyrir öllu?

En nú er ég farin að sofa, var vöknuð fyrir sex í morgun, hvað svo sem svoleiðis ráðslag á að þýða!

verkefnalisti

Er sko í nettu kasti yfir þessu með vigtina. Fannst eins og ég hefði verið að fækka sentimetrum í liðinni viku – en ég er líka að reyna að muna þetta:

,,Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífstíl, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það.

Og nú ætla ég að líta á kvíðalistann minn og gá hvernig mér gengur:

En ég er að fá nett kvíðakast yfir öllu því sem ég á eftir ógert:

Námsmat í mörgum liðum = vinna alla helgina
Ég hlakka bara til – gaman að sökkva sér niður í eitthvað – borða bara svolítið af norgesic og voltaren og þá er ég góð 11. nóv 19:20 Allt búið nema stærðfræðin

Gera drög að einstaklingsáherslum í stærðfræði
Byrjaði á því í dag og get áreiðanlega haft gaman af því á sunnudag ef vel gengur með námsmatið á morgun!

Lestrarprófa
Búin að því Enn búið

Útbúa gátlista í stærðfræði
Á það nú alveg eftir en er komin vel á veg í huganum. Verkefni sunnudagsins

Undirbúa smiðjur með einstaklingsáherslur
Verð að gera það fyrir fimmtudag annars lendi ég í vandræðum

Aðalverkefni í námskrárfræðum
Ingvar sagði mér að vera róleg – hef til áramóta og rúmlega það en vil klára það fyrir jólafárið.

Þvottur
Sigh

Útbúa tvo stutt málfundarinnlegg sem ég held ég eigi að flytja í næstu viku!
Tvö? Ég man bara eftir einu… Ah já man hitt – úps Er farin að hugsa um annað! Geri það á mánudagskvöld enda ekki seinna vænna – flyt það á þriðjudag!

Fara í bæinn á mánudag til sála og í dekur tíhíhí því ég er svona næstum því búin að missa 20 kg
Ég er nú ekki alveg viss um þessi 20 kg – vigtin í dag var leiðinleg en á ég ekki samt gott skilið?

Fara svo aftur í bæinn á þriðjudag að tala við kennara í Grandaskóla
Iss það er nú ekki til að hafa áhyggjur af

Elda góðan og hollan mat
Annað umræðuefni takk

Hugsa um Aðalstein
Gengur vel

Vera góð við Ragnheiði
Hef nú bara eiginlega ekkert séð hana eða heyrt þessa viku en allt gott sem hefur verið

Labba með Bjart en það hefur legið niðri
Mið næsta vika

Stunda líkamsrækt – ekki sem best – en ekki alslæmt samt. sem minnir mig á það að ef ég fer í bæinn á þriðjudag þá get ég ekki farið í styrk né í spinning þann dag Jú ég verð komin heim – hvíli mig í klst og fer svo spræk, má ekki geyma það of lengi að fara aftur þá vex mér það í augum! – og það er foreldradagur á fimmtudaginn sem er u.þ.b. erfiðustu dagar ever í skólanum, er þá engin líkamsrækt eiginlega í næstu viku? Júbbs, á morgnana og á sunnudag, þriðjudag og föstudag – you can do it girl! ha hu hummmmm

Klárlega eitthvað fleira sem ég man ekki… eða kýs að gleyma


11.nóv sko – það lítur ekki út fyrir að það sé mikið búið en það er samt ógeðslega mikið búið þegar maður er búinn að prenta út og meta það sem ég er búin að meta. Var ótrúlega dugleg í dag, kom út í skóla rúmlega 8 og er búin að vera svo dugleg að ég dáist að mér upphátt og í hljóði! Á morgun er það sem sagt stærðfræði – mat, gátlistar og áætlun.

Já og svo Styrkur nátttúrulega! Kl 12 til að vera nákvæm og skráning í spinning á þriðjudag – Sigurlín er GAME.

God hvað ég er svöng….

Ok ok nokkuð fyrirsjáanlegt kast en samt…

Er að fá nett fitt hérna!

Skyldi það vera vigtin sem ég steig á og var sú hin sama vigt bara með tóman skæting! Hugsi hugsi hugs – gerði ég eitthvað vitlaust í þessari viku ha hu hummmm! (gæti það verið???)
Hef líklega borðað í minnsta lagi – og eitthvað var síðasta helgi sérkennileg en annað ekki – ég fer sko ekki ofan af því! Kannski miðvikudagskvöldið samt…. hummm

Nú…
Hvað hef ég verið að hreyfa mig? Sunnudagur- fínn, ekkert á mánudag – var jú svo syfjuð eftir Mýrina sjáiði til – um morguninn, þriðjudagur brennsla um morguninn og hinn margrómaði spinningtími, nú svo var ég náttúrulega svo þreytt að ég gat ekki gert neitt á miðvikudegi ja nema labba til Dísu og til baka , í gær fór ég í brennslu og í dag – bramm ekki neitt! Og föstudagarnir eru sko skotheldu og bestu og flottustu dagarnir mínir sem ég hef ALDREI klikkað á.
Sem sagt ekki góð vika í hryeyfingu en maturinn ekki svoooooooooooooo slæmur en ég verð að bæta mig!
Dj.. ég þarf alltaf að vera að bæta mig – hundleiðinlegt helv..

en þá er nú svei mér gott að vita að það er gott að léttast hægt því lífstíllinn þarf að breytast með ha hu humm- sá er nú að breytast mar en bara aldrei alveg nóg ha hu hummm!!!!!!

Best að éta nammi og vín og osta og mat þangað til mig langar að æla og vera svo eins og manneskja það sem eftir er vikunnar.
En hvort hefur nú betur – afskanirnar góðu í næstu viku eða líkamsræktin? Er það raunveruleg spurning? Ég veit að mataræðið bíður lægri hlut – og svo kemur Palli heim í kjölfarið og þá er hin ultimate afsökun komin til að geta ekki gert neitt. Það er svo flókið lífið þegar hann er heima sjáið þið til!

God hvað ég á langt í land með að taka mig í gegn þannig að það skili einhverju!

Slagurinn sem sagt – slagurinn!