ÉG fer sko EKKI í spinning í dag!

Vitið þið – ég var í svona ljómandi góðu skapi í dag. Það var ekki einu sinni út í loftið heldur var ég bara svo vel upplögð, umburðarlynd og dásamlega létt í lund að það var alveg met – og fólk segir mér meira að segja að ég hafi verið eins í gær! Og ekki nokkur ástæða fyrir þessari geðprýði önnur en sú að lífið er gott. Þó er það nákvæmlega eins og það var í síðustu viku og ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur frá því hvernig mér leið á miðvikudag og svo aftur seinni part á föstudag. Allt svart ég aumingi, allir vondir við mig og fádæma erfitt að lifa! Svona getur þetta verið á Klikkvöllum!

En svo bara allt í einu og skyndilega þá var alveg búið á tönkunum og rúmlega þrjú þá bara átti ég ekki dropa eftir. Fékk mér skyr – er jú í skyrátaki þið munið, og gaf það út að ég færi sko ekki í spinning í dag – þótti það ægilega leiðinlegt en sá að það var óðsmanns æði þegar ég nennti ekki einu sinni inn á svæði frá kaffistofunni að ná mér í úlpuna mína þó það væri hellidemba úti!

Dísa mín elskulega systir spurði hvort ég væri að fara heim að sofa en ég var nú ekki á þeim buxunum heldur að fara í nudd til Baldurs – sem ég held vel að merkja… ja ekkert um það núan. Þá stundi nú Dísa – ,,þá held ég þú farir nú í spinning góða mín, hvort sem þú getur það eða ekki!“ Ég hélt nú að það myndu aukast við það líkurnar en ég væri bara svo þreytt að meira að segja Baldur myndi sjá aumur á mér og sleppa mér við allt röfl um það!

Nú þar sem ég kom í Styrk, settist ég í stólinn og hviss bang búmm – steinsofnaði ég! Og svaf bara áreiðanlega í hátt í 10 mínútur án þess að svo mikið sem rumska við alls kyns tilfæringar og umferð. Og það er ekki hægt að sofna í anddyri Styrks – það er bara ekki hægt!

Eftir alveg glataðar umræður greidarfarslega við mig var Baldur mér sammála og ég myndi bara fara í spinning á fimmtudaginn í staðinn. Mér er hins vegar ekki sérlega vel við að fresta hlutum – hef þá verulega tilhneigingu til þess að sleppa þeim þannig að það fóru að renna á mig tvær grímur en niðustaðan hélst. Ég var einfaldlega of þreytt.

En einhvern veginn á leiðinni út tókst Baldri með ,,röfli“ (það geta nefnilega fleiri röflað en ég góurinn!) sem ég heyrði náttúrulega ekki nema að hluta að sannfæra mig um að það væri náttúrulega miklu gáfulegra að fara í spinning en vinna eins og áform voru uppi um og þar gat ég nú eiginlega verið sammála honum því útúr svona þreyttri konu eins og mér kemur ekkert af viti!

Ég fór því heim lagði mig í góða stund og hentist svo í spinning. það var svo sem enginn glæsibragur á þeim tíma- kálfar from hell! Hélt ég myndi drepast – en ég reyndi og reyndi og víst varð ég þreytt og allt það – og iljarnar fínar :-). En helv… kálfarnir maður – það var eins og þeir væru on fire! Og hælsporinn svona líka sprækur núna – en já

Ég er hetja að hafa farið í spinning í dag!

Fer ekki ofan af því. Og ég er ekki búin að borða neina vitleysu í dag. Og þó ég hafi ekki farið í morgunbrennslu í gær þá var góð ástæða fyrir því og þannig er það bara stundum!

1 athugasemd á “ÉG fer sko EKKI í spinning í dag!

  1. Flott hjá þér. Líst vel á Baldur og Dísu 🙂 Engin meðvirkni með þér takk fyrir 🙂
    Ohh finnst þér þetta ekki gaman.. hehe..
    Hey vil benda þér á geggjaða bók sem ég tók á bókasafninu heitir í Toppformi og er eftir einhvern Diamond, ég er bara að missa kílóin síðan ég fór að fara eftir þeirra therapíu.
    Allt vont er gott eftirá. Varðandi hreyfinguna allavega.
    Kveðja Marý.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar