Markmið varðandi…

Hmmmmmmmmmmmm
Ég held ég þurfi að endurskoða þessi markmið eitthvað?
Ég held það komi hvergi fram að ég ætli ekki að borða nammi alla daga!Ég meina það væri fínt markmið!

(er það smuga að ef ég ætla að léttast að þar inni geti verið að ég ætti ekki að vera að éta nammi alla daga? Ég hugsa að ég láti ekki reyna á það fyrr en ég vigta mig og guð má vita hvenær það verður!)
Þessi leynivinavika hér í skólanum er murderous – sælgæti út um allt og slakandi olíur inn á milli. Ég hins vegar fæ bara nammi og ef ég fæ ekki nammi þá ét ég það frá öðrum! En ég fékk frábæra bók í dag. Fröken Stjarna og það var búið að líma mynd af mér alls staðar í stað þessarar bláu dömu! Fröken stjörnu langar nefnilega að verða fræg og það eigum við náttúrulega sameiginlegt! Ja nema ég sé náttúrulega bara hún!

Já og ég held það komi til greina að hætta að drekka kaffi. Er ekki viss um að það passi minni skaphöfn sérlega vel!

Hmmmmmmmmmmmmm

4 athugasemdir á “Markmið varðandi…

  1. Hæhæ
    Ef að skapið hjá þér verður eins og á kennarafundinum í gær, bara með því að drekka kaffi, haltu því þá endilega áfram. Það er nauðsynlegt að hafa svona skemmtilega fundi annað slagið og þú sást til þess í gær að það var gaman á fundinum.
    Kv Sigurlín
    Ps frábær bók um frábæra konu, stjörnu

    Líkar við

Skildu eftir svar við Gummi Hætta við svar