Fór á sund í Styrk í dag og stillti ógeðsvélina á 9 í 20 mín, en ekki bara sex eða sjö eins og ég var farin að dröslast til því mér fannst þetta svo þungt! Miklu þyngra en hér í eina tíð – en þetta gekk nú alveg ágætlega – náttúrulega kannski mismunandi hvaða kraftur býr i vöðvunum – ég hef náttúrulega ekki verið hreyfa mig mikið undanfarið – það væri synd að segja það!
Svo hjólaði ég í 24 mín og reyndi að hafa hnén fram og standa bara með tærnarí pedalanum og reyna að þjálfa mig undir næsta spinning tíma – og viti menn ég fékk undir yljarnar en kannski er þetta spurning um blóðstreymi og dreifa álaginu. Ég reyndi líka að ýta með hælnum – reynir á ökklana svolítið og kálfana ha? Ég þoli ekki að geta gert allt mögulegt en verða alltaf illt í einhverjum sinum og vöðvum. Ég meina ég er bara eitt vöðvaverkjabúnt einhvern veginn. Ég ætla t.d. ekki að tala um herðarnar á mér núna! En þetta var sko bara flott upp á gamla mátann – sumar flott – þegar ég hafði orku til að raunverulega gera eitthvað upp á hvern dag.
Fékk mér svo grænmeti og kjöt þegar ég kom heim og þrjá gamla lakkrísmola! Hægt? Nei ekki ég – ég er ekki hægt. Haldin djúpstæðri sjálfseyðingarhvöt það er klárt.
En áður en ég fékk mér matinn fór ég á rúntinn að skoða mynstursteypu. Fór í hólana og grundirnar en þá hætti ég – fólk er ekkert voða hrifið af því að maður sé að skoða fyrir framan húsin þeirra! Sé mjög eftir þessa
ri ákvörðun! Eins og mér finnst nú gaman að mynstursteypu -mig langar í svoleiðis nebbilega fyrir framan mitt hús.
ri ákvörðun! Eins og mér finnst nú gaman að mynstursteypu -mig langar í svoleiðis nebbilega fyrir framan mitt hús.Ég held ég fari gangandi í njósnaleiðangur næst, úff púff.
HÆ hæ
Dugleg í ræktinni, líst vel á þetta hjá þér.
ég er búin að vera að spá í því með mataræðið hjá mér, að oft á tíðum (oftast) 🙂 læt ég bara eitthvað ofan í mig. ég verð að fara að hugsa minn gang í þessu. Geri það þó nokkrum sinnum í viku hehe.
kv . Marý.
Líkar viðLíkar við
Hey honní, ég setti comment hér í morgun sem hvarf…
svo að, ég skrifa það bara aftur en það var einhvern vegin svona:
Ég er líka voða hrifin af munstursteypu og langar í svoleiðis í staðinn fyrir pallinn minn, eða bara bæði, framan og aftan við hús og svo get ég bara farið í sveitina ef ég finn löngun til að stinga tásunum í mjúkt gras (garðurinn minn er ekki ýkja stór).
Líkar viðLíkar við
Já og svo færðu líka ágætis hreyfingu út úr því að fara gangandi! :o)
Líkar viðLíkar við