Sem sagt þetta er ekki hægt!

Home sweet home – annar gluggi til vinstri þar var herbergið mitt!
Ég átti í yndislegum tölvupóstsskrifum í dag. Þar gengu á milli brandarar og sniðuglegheit Ingveldar sem var með alvitlausasta móti í dag. En ég fékk m.a. sendar ýmsar svona greinar og m.a. gullkorn úr offitufræðunum. Þær og þau áttu sko að vera til að stappa í mig stálinu og auka mér þolinmæði og þroska sem þau hafa áreiðanlega gert en lets face it – þetta er ekki vinnandi vegur! Það er frekar að breikka Suðurlandsveg en ég fékk líka marga marga pósta um það. Og svo fékk ég stjörnuspár og sendingarnar gengu á víxl í allar áttir. Afskaplega skemmtilegt leið til að eyða frímínútum og matarhléi 🙂 En víkjum að offitupistlunum. En þeir eru mér nokkuð tengdir.

Það er sko allt sem segir það – ekki veit ég hvernig hægt er að uppfræða fólk sem á að hjálpa manni við þetta – bottom line er alltaf að það kemur ekkert út úr þessu megrunardæmi öllu saman – og þó það heiti lífsstílsbreyting!

Hér tilvitnun í ægilega merkilegan prófessor við HÍ sem hefur skrifað ma. eina grein um þetta:

Afleiðingar
Há blóðfita Háþrýstingur Sykursýki Æðakölkun – kransæðasjúkdómur Slit á stoðkerfi (hné, mjaðmir, ökklar, hryggur) Aukin hætta á ýmsum gerðum krabbameina Félagsleg einangrun

Í Evrópu og N-Ameríku er offita svo mikið og vaxandi vandamál að því hefur verið líkt við farsótt (sjá nánar greinar eftir M.J.: Offita of megrun og Offita). Afleiðingar offitu eru skert heilsa og helmingi meiri líkur á að deyja fyrir aldur fram, samanborið við þá sem hafa eðlilegt holdafar:
Horfur
Ekki góðar, flestum sem tekst að megra sig
hafa aftur náð fyrri þyngd innan 5 ára.
Meðferð
Megrunarkúrar (alls kyns duft og dót; það eina sem léttist er buddan!?)

Hópmeðferð (mataræði, stuðningur, …)

Líkamsþjálfun (stíf þjálfun í 40-60 mín., 2-3 í viku gerir gagn(skjúkket maður!!!!! mitt innskot)

Lyf (lyf verða tæpast lausn á þessum vanda en geta hjálpað tímabundið)

Skurðaðgerðir (magaminnkun, tennur víraðar saman, …)

© Magnús Jóhannsson 30.01.2005

Sem sagt steindauð bráðum, og ef ekki dauð þá amk jafnþung innan skamms og fyrr og málið tapað samstundis og um leið.

Nú úr annarri grein eftir sama er þessi spurning borin upp og henni svarað um leið:

En eru þá til einhver ráð sem duga til að grennast? Því miður er það svo að árangur af megrun til langs tíma, sama hvaða aðferðum er beitt, er frekar bágborinn.

Christ! Er nema von að maður verði deprimeraður á stundum ha hu humm?!? Þessi lína á eftir að sitja í mér svoldið!

Og þetta var sko sent mér til að peppa mig upp! Það eru að vísu ýmsar aðrar setningar í þessari grein en þessi stendur einhvern veginn upp úr. Næsta málsgrein er þó þessi:

Það sem virðist þurfa til að árangur náist til langs tíma er viss hugarfarsbreyting og breytt hegðun gagnvart næringu og hreyfingu. Langtímaárangur er yfirleitt bestur af aðferðum sem grenna einstaklinginn hægt og rólega á löngum tíma þannig að breytingar á lífsháttum (breytt mataræði og aukin hreyfing) ná að festast í sessi. Því miður eru margir (flestir) of óþolinmóðir, þegar árangurinn kemur of hægt þá missa þeir móðinn og gefast upp.

En samt…. Lítur ekki vel út! En góður maður benti mér á að:

,,Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífstíl, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það. „

Svoldið spes þetta bara þarna inn á milli – bara að breyta um 🙂 en hann vissi nú svo sem ekki að þetta comment yrði birt á netinu. En það er bara svo ágætt að það er eiginlega ekki hægt annað en að láta það fylgja með. Ég ætla líka að einblína á það. Já og svo þetta:

,,Komið hefur í ljós að öll megrun er betri en engin, jafnvel bara fáein kg, og þeir sem eru of feitir og léttast um 10 kg eða svo geta búist við verulegri heilsubót.“

,,Af þessu leiðir að til eru tvær leiðir til að grennast, að neyta minni orku og hreyfa sig meira. Hér vegur mun þyngra að borða minna og það sem skiptir mestu máli er að minnka fituneyslu. Aukin hreyfing er einnig oftast nauðsynleg, hún eykur orkunotkun líkamans dálítið, bætir almenna líðan og hjálpar til við að viðhalda því þyngdatapi sem næst með því að borða minna. „

© Magnús Jóhannsson

Argh ég hélt ég kæmist upp með að hafa ,,bara“ hreyfinguna í forgrunni. Nenni ekki að taka á þessu mataræði af neinu viti – sem sýnir sig best í því að ég hef ekki enn farið í Bónus og það er kominn 8. nóvember!

En það er líka svo erfitt að bera poka þegar maður er svona aumur í herðum og hálsi ha? Mjög erfitt!

Mig langar mest að segja að ég sé aumingi að geta ekki kippt þessu í liðinn en ég er eiginlega í of góðu skapi til þess og of montin af spinning tímanum til að nenna að rífa mig niður.

Meira að segja þessi bréfaskrifti (enda voru þau nú öll svo skemmtileg) og þessi Magnús þarna nær ekki að rífa mig niður.

Oh yeah

Fínn dagur í dag, ég glöð, hress og kát – svona næstum bara eins og ég á að mér að vera.

Svo er bara að fara í brennslu í fyrramálið ha – (nenni ekki sko) en ég fór ekki í morgun því ég svaf sama og ekki neitt – og það er satt! Svo hvarflaði að mér um sex leytið að ég hefði bara gott af að hvíla mig í dag!?!

Þetta er slagur krakkar – helv… voðalegur slagur upp á hvern dag. Stundum gengur vel í baráttunni – stundum ekki eins vel.

2 athugasemdir á “Sem sagt þetta er ekki hægt!

  1. Æðislegt að lesa þetta. Marr bara peppast allur upp og vill bara fara að skella sér í Toppsport ú je, hætta við að panta pizzuna og massa þetta bara.
    Haltu áfram og muna einn dagur í einu. Við getum bara hugsað um daginn í dag það er það sem skiptir máli. 🙂 Kveðja Marý.

    Líkar við

  2. Takk 🙂 Gott að þér finnst það upplífgandi að lesa hjá mér – mér finnst ég stundum bara vera í niðurrifsstarfssemi en það svo sem gildir ekki annað en setja undir sig hausinn og massa þetta 🙂 We can do it – og námsmatið líka 🙂

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar