Eitt og annað um hörmungar :-)

Ég fletti upp orðinu hörmungahyggja og lenti á þessum frábæra pistli – tilviljun að hann fjallar líka um líkamsrækt? Hrein dásemd!
En hvað er hörmungarhyggja – sem mér finnst frekar að ætti að heita hörmungahyggja því í mínu tilfelli eru þær nokkrar hörmungarnar sko 🙂
Af Geðheilsu.is:
Hörmungarhyggja (catastrophizing) Sambland af hrakspá og ýkjum svo að verður ýktara en hrakspá. Það sem þegar hefur gerst eða mun gerast er metið svo hræðilegt, óbærilegt eða óviðunandi að maður muni alls ekki þola það eða telja að vandræði manns séu óyfirstíganleg. Dæmi: Þetta á eftir að setja mig svo gjörsamlega út af laginu að ég á ekki eftir að geta hagað mér eðlilega
Hér er ein góð grein um hörmungahyggju frá háskólanum í Flórída. Ég held ég sé nú ekkert mjög slæm af þessu – mætti nú kannski frekar kalla þetta neikvæðni hjá mér ha? Samkvæmt þessu er það hættulega við hörmungahyggju að maður hættir að sjá lausnir heldur bara vandamál og ræður svo á endanum ekki neitt við neitt. En ég hugsa nú í lausnum svo… En þetta kannski gerir manni ekki lífið auðveldara. Þannig að ég er ekki haldin hörmungahyggju… Ég meina fullt af því neikvæða sem ég hugsa (lesist raunsæa á vondum dögum) tengist ekki einhverjum skelfilegum afleiðingum heldur mála ég bara raunveruleikann svoldið dökkum litum ha hu hummmmmm?
Ég meina þegar ég segi – það er ekki hægt að léttast um eins mikið og ég þarf að léttast um þá svo sem veldur það mér ekki neinum kvíða sérstökum heldur bara leiðindum og almennum pirringi… En það stendur í vegi fyrir lausninni – ah ég þarf bara að fá hjálp við þetta frá Erlu :-).
Ég fór ekki í kennslu í dag – ætlaði að hvíla mig og verða alveg góð. Hmmm gekk ekki alveg eftir en ég er miklu betri – kannski verð ég alveg góð á morgun! Ég þreytist gríðarlega að halda höfðinu uppi. Sérstaklega ef ég horfi niður – er að vinna ofan í borð eða eitthvað slíkt.
Ég fór í myndatöku með hálsinn – vonandi kemur eitthvað út úr því sem fyrst – helst náttúrulega ekki neitt. Svo fór ég í Styrk því hreyfing er það eina sem getur hjálpað manni og ég má ekki missa dampinn þar. Ég prófaði að gera ekki neitt í tæpa viku og það hjálpaði sko ekki. Mér leið svolítið illa vegna þessa, finnst maður eigi ekki að vera á rápi um líkamsræktarstöðvar þegar maður er ekki vinnufær en ég segi bara iss – Gylfi læknir og Baldur segja að ég eigi að hreyfa mig númer eitt tvö og þrjú og þetta er því í samráði við góða menn! Þetta er líka bara mitt mál. Og enga hörmungahyggju með það!
Annars er nú ekki björguleg á Ingveldi halningin. Hausinn er framstæður og ég vagga þegar ég labba! Minnir hún nokkuð á önd þessi lýsing? Sigh. Svona sér sjúkraþjálfarinn minn mig… Dásamlega létt og leikandi lýsing þegar við bætast kílóin mín! Sigh… gott að við Palli áttumst. Þá er að minnsta kosti einni katastrófíunni færra í mínu lífi!
Tíhíhí
Og það eru komin mánaðarmót hugsið ykkur það!

2 athugasemdir á “Eitt og annað um hörmungar :-)

  1. Eins yndislegar og spekúlasjónir þínar eru – og slá þá hörmungarhyggjuvangavelturnar margt út, þá líður mér illa að lesa þær innan um þessar hræðilegu barbídúkkur! Oh my god hvað þær eru ógeðslegar!
    En innilega til hamingju með kílóin 18,5. Þú ert hetjan mín!
    Ásta

    Líkar við

  2. lol já þær eru skemmtilega úr takti við allt saman 😀 en kjólarnir eru flottir – 🙂 Skórnir koma aftur 😀 Nú eða eitthvað annað skemmtilegt 😀 Annars vantar þig bara eina stelpu þá verður þú orðin bleik og barbie um leið 🙂

    Líkar við

Færðu inn athugasemd