Víst léttist ég!

Sko mína – búin að léttast um 18,5 kg síðan í byrjun maí – ég tel ekki apríl með því þá bara þyngdist ég :D. Geri þetta sko bara svona ef mér sýnist :D. Það gerir 3 kg á mánuði sem er töluvert betra en 2 kg.
Baldur segir að ég sé haldin hörmungarhyggju! Ég hef heyrt þetta áður – ég hef nú stundum bara kallað þetta raunsæi en það er víst munur á.
Ég ætla að reyna að vera ekki svona vælin og leiðinleg. Horfa á björtu hliðarnar. Reyna að finna þær fyrst náttúrulega. Og þær eru þarna. Ég er viss um það, eða amk eru fólk að benda mér á þær…
Ég held ég fái mér svona kjól þegar ég verð orðin eitthvað svoldið minna en ég er núna – mér finnst hann æði. Það verður gaman að velja skó við hann – verst ef ég verð orðin sextug þegar það passar að ég fari í svona flík. Hvaða markmið á ég að setja mér fram að jólum? 2 kg? 3 kg? Og svo að halda því yfir jólin. það eru um 7 vikur til jóla – og svo er kannski eitthvað sem maður þarf að láta eftir sér á aðventunni. Ég náttúrulega verð að lifa mínu lífi og njóta þess um leið. Sem aftur styður að ég þarf að líta til einhvers annars en hörmungarhyggjunnar…
Vitiði þetta er ekkert svo slæmt. Víst finnst mér stundum að það sé ekki hægt að losna við helming líkamsþyngdarinnar – það fylgir því ýmsilegt en ég hef allt það sem ég þarf til þess. Og hversu miklu heppnari getur maður verið?
3 kg fram til 24. desember – ok?
Markmið fyrir 13 nóv hefur náðst. 1. áfanga er lokið og 2. áfangi hafinn. Það er bara flott!

5 athugasemdir á “Víst léttist ég!

  1. Frábært – til hamingju með að hafa lokið fyrsta áfanga – og það 2 vikur á undan áætlun!

    Bið að heilsa í Sunnulæk,
    Unna

    Líkar við

  2. Þú ert svo frábær Ingveldur – og verður flott í kjólnum!
    Ég var að lesa pistilinn þinn um nuddferðina – 2. hluti og veistu hvað? Þú ert hetja!
    „Drukknandi maður þarf ekki samúð. Hann þarf björgunarhring.“

    Líkar við

  3. Þetta er flott hjá þér, það er alltaf svo gott þegar maður nær markmiðum sínum.
    Ein spurning samt, af hverju heitir síðan hörmungarhyggja og hvað þýðir það eiginlega, svona í þessu samhengi?
    Ég er sammála, þú verður að fá svona kjól, hann er sjúklega flottur og virkilega flottur á litinn, tómatrauður, namm.

    Líkar við

  4. hörmungahyggjan kom því Baldur segir að ég sé haldin henni :-). Er að reyna að losa mig við hana með því að hafa þetta orð fyrir augunum – breyti þessu þegar ég hef losað mig við hana að þó ekki væri nema litlum hluta 😀

    Líkar við

  5. Jahá – greinilegt að við lesendur síðunnar hættum að trúa þér þegar þú segir „að ekkert gangi hjá þér“ 😉

    Frábært!!!

    Alltaf gott að ljúka áfanga – og byrja á nýjum!!!

    knús og kreist – Erla

    Líkar við

Skildu eftir svar við Helga Dögg Hætta við svar