Snör viðbrögð og ný aðgerðaráætlun

Það er margt sem getur ruglað litla sál eins og mína. Meira að segja fyrirfram þokkalega fyrirsjáanleg birtuskilyrði geta haft ótrúleg áhrif. Ég hef síðan ég byrjaði að vinna farið með Bjart á morgnana upp í Hellisskóg og gengið þar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þá þarf ég ekki að halda í kvikindið sem er í meira lagi leiðinlegt verk eins illa og hann er upp alinn blessaður. Við getum því bæði um frjálst höfuð strokið.
Þetta gekk allt saman vel á meðan það var bjart. Ég gat verið búin að borða hafragrautinn og komin út í skóla bara rétt um sjö ef ég vildi. Náð andanum og hugsað minn gang og unnið svolítið líka ;-).
En svo fór þetta að verða erfiðara og erfiðara. Ég komst alltaf seinna og seinna og stressið jókst í samræmi við það. Nú svo fór ég að fara á hjólinu í skólann og hafði gaman af en það er ekki hægt í kulda og hálku snjó og slabbi. Og því fór að líta illa út með morgunbrennsluna mína (sem hefur samt skilað ótrúlega litlu í þyngdartapi miðað við væntingar verð ég að segja! en svöng er ég þannig að ég borða meira fyrri partinn en ég gerði og minna seinni partinn). Nú svo er bara svoldið mikið að gera í vinnunni og einhvern veginn er vikan þannig upp sett að ég þarf að vinna skrambi langt fram á kvöld á þriðjudögum og mánudögum sem voru báðir líkamsræktardagar.
Ég var líka hætt að hvíla um helgar heldur fór t.d. bæði í langa göngu í Þrastarskógi bæði laugardaga og sunnudaga enda veðrið og haustlitirnir eitthvað sem ekki var hægt að láta fram hjá sér fara. Þannig að ég var orðin ansi þreytt á miðvikudegi eftir vinnu, labb og líkamsrækt.
Smám saman dró því af mér. Ég átti erfiðara og erfiðara með brennslutímann og enn erfiðara með að halda í við verkefnin í skólanum. Þetta bjó svo um sig í mér og ég varð kvíðin og fannst ég ekki alveg ráða við þetta allt saman að því svo viðbættu að ég léttist ekki neitt svo árangurinn þeim megin var ekki góður. Fannst mér.
Eitthvað hefur þetta síast út í umhverfið og mínum helsta styrktaraðila var ekki farið að lítast á blikuna og hefur nú í nokkurn tíma bent mér að hætta að hugsa um vigtina heldur einbeita mér að heilsunni, mataræðinu og því hvernig mér líður eftir æfingarnar. Allt annað sé aukaatriði – bónus í besta falli. Ég get nú alveg fallist á að það sé rétt viðhorf. Það er ekki eins og það hafi einhvern veginn alltaf skipt mig svo miklu máli að léttast… Ég vil svo sem frekar vera heilsuhraust en best þætti mér að léttast líka. Mér finnst að ég eigi bara að gera það! En það er eitthvað sem skilar sér ekki þó mér finnst að það ætti að gera það! Baldur segir að það sé ekki línuleg fylgni á milli þess að hreyfa sig og léttast. Mér finnst nú samt að það eigi að vera rökrétt samhengi þar á milli – ég verð nú að segja það!!!! En ég þarf að venja mig við hina nálgunina – hún er hvort sem skynsamlegri og meira í mína veru. Ég er því komin með svar við því þegar fólk spyr hvort ekki gangi vel og ég sá alltaf jafn dugleg. Já og hvort ég sé ekki búin að léttast heilmikið og það allt saman. Ég ætla sem sagt að segja að ég sé alltaf jafn dugleg og ég styrkist með hverjum deginum! Þetta láti mér líða svo dáindis vel – en það segi ég nú bara ef ég er í rosa uppsveiflu! Gott plan ekki satt?!?
Og svo er ég komin með nýja aðgerðaráætlun varðandi hreyfinguna:
Passa mig gríðarlega í mataræðinu þessa viku!- Einbeiti mér að því að borða svakalega ofboðslega hollt og fínt viku og viku. Annars tek ég einn dag í einu og reyni að standa mig með að borða máltíðir með fullum grænmetisskammti sem allra oftast. Ekki borða á kvöldin – sem vel að merkja hefur gengið dásamlega vel í flestum tilfellum
Fer í Styrk (sem heitir eitthvað annað) á þriðjudögum


Fer í Styrk á föstudögum og djöflast vel og lengi – gæðatími
Prófa að fara í Styrk á sunnudögum eftir hádegið.
Í millitíðinni labba ég og hjóla – fer í morgunsárið í Styrk og hjóla smá ef mér finnst of kalt úti eða færðin úti leiðinleg!
Eyk brennslutímann upp í 50 mín þrisvar í viku en hef hann um 20 – 30 mín í hin skiptin.
Flott aðgerðaráætlun ekki satt?
Opinbert markmið Ingveldar er að léttast um 2 kg fram að áramótum. Það finnst mér lélegt markmið en Baldur segir að það sé nógu gott. Það sé þá bara ágætt ef það gengur betur en sé ekkert atriði. Já og sá böggull fylgir reyndar skammrifi að ég á að halda þyngd minni yfir jólin…
Ég er reyndar með ráð við því. Ég reyni bara að léttast meira, segi honum ekki frá því og þyngist svo bara sem því nemur um jólin! Klárt ekki satt?
Reyndar hef ég einhvern grun um að hann ætli mér ekki að stíga eftirlitslaust á vigtina hér eftir og halda reyndar fyrir augun á mér á meðan. Honum finnst ég verða eitthvað svo geðvond við að stíga á vigtina… Skil nú ekki afhverju hann kemst að þeirri niðurstöðu ;-). Vill taka þann þátt út. Ég á samt svolítið erfitt með að skilja hvað ég græði á því að hann sjái tölurnar en ekki ég – og til hvers þarf ég þá að vera að stíga á vigtina? Hvað þarf hann að vita hvað ég er þung ef ég veit það ekki sjálf? Skil þetta ekki alveg. En hann veit kannski hvað hann syngur. En bara kannski….
Nú jæja nóg er líklega komið af rausi í dag. Ég er bara ánægð með mig. Fór í 50 mín í brennslutækin á miðvikudaginn, 40 mín í gær (sem var svona auka sprikl því ég labbaði bara með Bjart en hjólaði ekki í vinnuna) og 45 í dag eftir að hafa hjólað í hálftíma um plássið í morgun í roki og rigningu – ja amk svolitlum vindi. Lærvöðvarnir mínir sem eru nú engin smá smíði voru þreyttir í dag, helvíta uppgefnir greyin þannig að það var mér töluvert mál að hjóla í 25 mín 😉 en ég gerði það. Og er stolt af mér.
Mér líður miklu betur í hálsinum þó ekki sé ég góð. Ég hef líka ekki mikið gert reyni bara að slæpast og hvíla mig. Borða svoítið Norgesic. Ægilega fínt efni! Og hælsporinn er að koma aftur. Orðin hölt og ferlega stíf fyrst á morgnana. eins og var gaman að ,,halda“ að ég væri laus við hann. En svona gengur þetta til.
Ætli ég fari svo ekki að fara í spinning? Ja það væri þa.

2 athugasemdir á “Snör viðbrögð og ný aðgerðaráætlun

  1. Hlustaðu nú mín kæra!
    Ég var í næringfræði í skólanum í dag og þá var einmitt verið að tala um megrun og hreyfingu og þess háttar.
    Það kemur alltaf sá punktur að þegar maður er búin að léttast mikið, þá kemur alltaf tímabil sem ekkert gerist.Þetta er bara eðlilegt. Líkaminn er að venjast þessu nýja lífsmynstri og síðan kemur sá punktur að þetta fer aftur í gang. Svo var líka eitt gott sem kom fram og það var að það er betra að vera feitur og í formi heldur en grannur og ekki í formi!!!!!! Það er jafn hættulegt að vera kyrrsetumaður of grannur eins og að vera kyrrsetu maður of feitur. Það skiptir ekki alltaf máli með vigtina bara ef maður er að gera eitthvað fyrir heilsuna!!! þá kemur hitt oftast með.
    Haltu þínu skriki, þú ert búinn að standa þig vel. Það var líka talað um í dag að eðlilegt væri að léttast um 5-10% á 6 mánuðum. Svo að þú ert í góðum málum.
    Stattu þig stelpa!!!
    Kveðja Sigurlín

    Líkar við

  2. Oh Sigurlín en frábært að heyra. Baldur er að herja á mér með þetta. Hætta að hugsa um vigtina og hugsa bara um hitt. Ég reyni og reyni en ég fór einhvern veginn í þennan fasa og næ mér varla upp úr honum. En nú ætla ég að gera það – það þarf bara að æfa þetta svoldið :-). Gott að fá svona comment. Þú ert yndi

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar