Elskaðu sjálfa(n) þig

Skór fyrir mig – einn af þeim sem ég vildi gjarnan eiga og jafnvel nota 😉

Kannski svoldið væminn titill en ég er í svona átaki – það gengur ekki að vera með niðurrifsstarfssemi ef maður er í uppbyggingarstarfi. Það bara gengur ekki I tell you. Þess vegna er ég svo mikið að hugsa um mig og okkur öll sem hugsum neikvæðar hugsanir um okkur sjálf meira en góðu hófu gegnir.

Við svo sem gerum ekki annað en það sem við höldum að sé ætlast til af okkur. Við hugsum um heimilið, peningamálin, börnin, makann, vinnuna, námið og sumir hugsa jafnvel um bílinn sinn, áhugamálin, stundum okkur sjálf og hvað þetta heitir allt. Öll reynum við að gera þetta eins vel og við getum. En vitum að betur má ef duga skal á flestum vígstöðvum ef ekki öllum.

Og þá er leiðin ekki sú að hafa allt á hornum sér gagnvart okkur sjálfum. Til þess að byggja okkur upp svo við séum færari um að takast á við verkefni hversdagsleikann verðum við að horfa á styrk okkar og það sem við erum góð í. Það eru jú tækin sem við notum til þess að bæta ástandið – og ástandið þarf ekki að vera að þið séuð 100 kg of þung, nei hún er víða ,,offitan“. Ég hef held ég komist að því að hún er ekki mitt vandamál – hún er e.t.v. afleiðing þess hver ég er – en ekki endilega afleiðing vandamála – óhamingju eða neins slíks – e.t.v. er hún rökrétt afleiðing þess að ég sé sú sem ég VAR. Sumir eiga of marga skó, eiga ótal mörg samviskubit og hvað eina – því hún er víða offitan.

En nú ætlum við sem lesum þetta blogg að fara í comments og skrifa 3 atriði um okkur sjálf sem eru kvæð og góð tæki til þess að byggja okkur upp – sem sagt hugsa jákvætt um okkur. Þið þurfið ekki að skrifa undir nafni ef þið viljið það ekki – nafnlaust dugar fínt – ég veit ekki hver þið eruð og enginn annar heldur ;-).

Verum nú svoldið góð í þessu – ég skal byrja!

12 athugasemdir á “Elskaðu sjálfa(n) þig

  1. Ég hugsa í lausnum og er því úrræðagóð

    Ég er góður penni

    Ég er góður kennari

    Ég hef fallegar tær 😉

    Ég vil að fólki líði vel nálægt mér

    …ég held ég þurfi að hugsa þetta betur. Ég þarf að verða betri í þessu…

    Líkar við

  2. Jæja ætla að reyna!!
    Ég er góður félagi
    Ég er góður sundkennari
    Ég vill láta fólki líða vel í kringum mig.
    Ég reyni að miðla af reynslunni og reyni að hlusta á það sem aðrir eru að segja.

    Held að ég þurfi líka að hugsa þetta aðeins betur.

    kv Sigurlín

    Líkar við

  3. Bull-kommentið er tilkomið vegna prufu sem ein var að gera – ekki að henni þætti þetta sko bull hugmynd hjá mér – öðru nær. En koma svo! Þora ekki fleiri en Við Sigurlín að segja eitthvað flott um okkur?

    Líkar við

  4. Ég er trygglynd
    Ég vil vera heiðarleg og reyni að vera það
    Ég reyni að hlusta á aðra
    Ég vil að fólki líði vel
    Ég er úthaldsgóð
    Ég er hrikalega klár
    Það er ábyggilega eitthvað fleira sko… :o) Bara man ekki eftir því í augnablikinu! Híhí…

    Líkar við

  5. Ég er dugleg (svona þegar það er mikið að gera, get líka slappað af)

    Ég er ástrík (ég elska alla)

    Ég er jákvæð

    Ég er góð móðir og góð eiginkona (mennirnir mínir kvarta a.m.k. ekki)

    Ég er hæfileikarík í mörgum hlutum (en baugfingur er umtalsvert styttri en vísifingur svo að mínir hæfileikar eru ekki mjög karlmannlegir… sökum lítils magns testesteróns í legvatninu þegar ég var fóstur, samkvæmt BBC)

    P.s. það er fyndið með svona áskorun, það er miklu auðveldara að finna nokkur neikvæð atriði um sjálfan sig… en það ætlum við sko ekki að gera hér!

    Líkar við

  6. Ég er góð við börnin mín.

    Ég elda góðan mat.

    …og ég vona að ég sé góð í einhverju fleiru þó að mér detti ekkert í hug í augnablikinu.

    Líkar við

  7. Ég er hrein og bein, nenni engu öðru.

    Ég get verið alveg ofboðslega gáfuð (svona amk í Ísl og Sögu)

    Ég geri allt sem ég geri vel, þó svo að ég eigi stundum í stökustu vandræðum með að byrja.

    Ég sem flott ljóð 😀

    Líkar við

  8. -Ég er góður nemandi
    -Ég er Traustur vinur
    -Ég er Góður vinur
    -Ég reyni að læra af mistökum
    -Ég reyni að hrósa öðrum

    og ég þarf að verða betri í þessu 🙂

    Líkar við

Skildu eftir svar við Gerður Hætta við svar