Ég bara get ekki ákveðið mig…

hvort það sé eitthvað vit að fara norður í land á sumardekkjunum… Palli sagði við mig að ég ætti barasta að gera það – væri engin vorkunn á 4×4 með alls konar spólvarnir og gripstýringu og hvað þetta heitir allt saman og náttúrulega sem þessi ofurbílstjóri sem ég er! Elsku karlinn alltaf með óbilandi trú á tækjunum – jafnvel þó það sé farin hjólalega í Hvalfjarðargöngunum eða eitt dekkið sé svo vírslitið að það nálgast að vera á stærð við tunglið undir bílnum, já eða dekkin með svo misjafnt loft að Ingveldur átti í fullu fangi með að hitta á brýr og ristahlið – alltaf segir Palli að allt sé í lagi, verði í lagi og ég eigi bara að hætta að hafa þessar ægilegu áhyggjur það sé allt í lagi með bílinn og allar aðstæður. Ég hef nú komist að öðru og trúi honum ekki alveg. Ég held ég biðji Birgi um að líta á veðurspánna og segja mér hvað ég eigi að gera. Ég held hann skilji hvað ég er viðkvæm sál og ráði ekki við heila heiði – já eða Bólstaðarhlíðarbrekkuna oh my god, í hálku á sumardekkjum. Það er svo flókið að vera ég! Og ekki er ég nú neitt að einfalda málið á stundum!

Nú jæja ég finn eitthvað út úr þessu. Það er amk brjáluð blíða núna – og ég labbaði í morgun! Og ég er í gati og allt! Það þýðir ekkert að vinna í þeim ég er alveg búin að sjá það. Best að nota tímann í andlega íhugun, pælingar og að blogga í þessu tilfelli! Tíhíhí.

Ég er sko búin að vera að hugsa um líf mitt og tilveru. Ég er búin að fatta (tímabundið amk) að ég verð að treysta á mitt hyggjuvit í þessu varðandi mataræðið og góð ráð frá völdum aðilum. Ég bara get ekki verið að taka inn á mig hvað öðrum finnst um hvað ég léttist hægt og lítið að þeirra mati.

Ég á eftir að vera í þessu svo lengi og þurfa að halda dampi í svo langan tíma að flestum óar við. Þetta er ekki 6 vikna átak sem öllu á að breyta – þetta er ekki einu sinni sex mánaða átak né heldur sex ára. Ég þarf áreiðanlega að stússast í þessu alla mína hunds og kattartíð og það er allt í lagi – ég vorkenni mér það ekki neitt. En ég verð að finna taktinn. Ég get ekki hugsað mér að hætta öllu því sem er gott að borða eða gleður mitt geð og maga í matarmálum. Það verður að líta raunsætt á þetta og þegar maður er ég þá fer ég ekki að neita mér um alla hluti. Það þætti mér svo leiðinlegt.

En ég eldaði hollustuhamborgara í gær fyrir okkur Aðalstein og franskar fyrir hann en ég borðaði soðnar gulrætur með – og fannst það bara gott. Eftir það borðaði ég ekki nokkurn hlut eða fra´19:30 og ég fór út og sá undurfagra sólarupprás í morgunsárið. Lífið er gott og ég hef fínan stuðning frá mörgum mörgum. Og jafnvel frá mér sjálfri.

2 athugasemdir á “Ég bara get ekki ákveðið mig…

  1. Svakalega síður á þér núna kæra vinkona. Auðvitað verður þú að finna þinn eigin takt – því að eins og þú segir þá er þetta ekki tímabundið átak heldur breyttur lífsstíll. Þú ert ótrúlega DUGLEG og þar að auki finnur þú þér nýjar og nýjar leiðir við ræktina þegar hælar og annað kvarta!!!!!!!!!!! Það hefði auðvitað verið einfaldasta mál í heimi að nota það sem afsökun – en ekki ÞÚ 😉

    Til hamingju með brúðkaupsafmælið – sex buxnanúmer sem horfin eru – og allt sem gott sem er að gerast í lífi þínu (þó erfitt og sárt sé),
    Erla

    Líkar við

  2. Já nú líst mér á þig! :o) Áfram á þessari braut – þetta er hugarfar til árangurs.
    Ég held ég gefi þér engar ráðleggingar varðandi akstur og ferðir og slíkt… Þú tekur ábyggilega ekkert meira mark á mér en Palla! ;o)

    Líkar við

Færðu inn athugasemd