Ég er sko enn að hvíla mig og ég held mér sé ekki vanþörf á því svei mér þá. Því meira sem ég hvíli mig því þreyttari verð ég svo ég hef ekkert sérstaklega góða reynslu af því ennþá. En það hlýtur að koma ;-).
Gústa var að bjóða mér til sín á morgun – og ég er game sko – en veðrið er nú ekki fýsilegt og hælsporinn minn espast allur við það að hvíla í bílstjórastellingunni og allt…
Eins og mig langar hræðilega. Athuga þetta betur á morgun. Verst hvað er dýrt að setja vetrardekkin undir til þess eins að taka þau svo aftur undan þegar heim er komið- en ekki það – það fer nú að verða allra veðra von hvað úr hverju.
En sem sagt – þreytt Inga kveðjur
Ojá – ég á brúðkaupasafmæli í dag – konan hefur verið gift í 15 ár – hmm er það ekki eitthvað svona fínt afmæli? Það þýðir að við Páll höfum verið saman í 21 ár – meira en helming ævi minnar. Svona fer að halla á hina hliðina!
Júbb kristallsafmæli í dag. Ja hérna. Það er geggjað bara.
Tæpum tveimur árum seinna, eða þann 13.12.90 kom lítill ljóshærður drengur í heiminn. Á næst síðasta degi þess árs var pilturinn sá skírður og gefið nafnið Aðalsteinn. Pilturinn sá er í raun ekki síðra kraftaverk en systir hans og foreldrarnir undruðust það lengi og undrast það raunar enn hve fæðing hvers heilbrigðs barns er stórfengleg.


Innilega til hamingju með daginn. 15.ár. Það er hvorki meira né minna er Kristallsbrúðkaup!!!!!
Vona að þú hafi það gott í dag. Hittumst á morgunn.
kv Sigurlín
Líkar viðLíkar við
Til hamingju með daginn ljúfan mín!
Líkar viðLíkar við
Innilega til hamingju með daginn, manninn, börnin, hundinn og lífið. Kær kveðja, HD
Líkar viðLíkar við
This comment has been removed by a blog administrator.
Líkar viðLíkar við