Ég held ég fari að sofa

……

…er þetta ekki svefnlegur skór. En megaflottur mar! Ég er svo syfjuð að ég er að kafna.
Enda sef ég aldrei meira en 5 – 6 tíma á nóttu og ég þverneita að það sé nóg. Bara þverneita því. Enda bæti ég mér það oft um helgar sem er ekki minn stæll hingað til.
En sem sagt ég borðaði síðast kl 20 – og nú er bara að sjá hvað ég ét fram til miðnættis. Vonandi ekkert nema ibufen og vatn. Það væri óskastaðan…
Ég fór með Bjart í morgun og komst að því að ég vorkenni Eyjafjallajökli. Það er bara fínasta fjall – en hann býr við hliðina á þvílíkri dívu að ekkert annað kemst að. Hekla sjálf. Í morgun var sólin akkúrat á bak við Heklu þegar ég fór í hellisskóginn. Og vitið þið það – það var töfrum líkast. Appelsínugulur heimur og blá fjöll – blárri en allt. Mér fannst ég sjá inn um gluggan hjá þeim í Eyvík – svo vel sá ég Hestfjall.
Ég var alveg staðráðin í því að fara ekki að labba í morgun þegar ég fór að sofa í gær – ég var svo þreytt – en mér fannst ég ekki geta sjálfsvirðingar minnar vegna (já og sjálfrar mín) sleppt því. Og við Bjartur sáum ekki eftir því. Frábær stund.
Svo hjólaði ég í skólann og heim aftur – og ég snerti ekki bílinn nema allra fyrst á morgnana upp í skóg. Geðveikt.
Krakkarnir í skólanum eru svo stoltir af mér að það er yndislegt. Þau eru algjörlega bergnumin af dugnaðinum í mér og þeirri fáránlegu hugmynd að kona eins og ég hjóli um allt og sé með hjálm eins og þeirra. Yndisleg. Hreinlega. Og dagurinn í dag var svo yndislegur að það var ótrúlegt að maður væri að kenna í strikklotu frá 8:10 – að verða þrjú. Þetta eru bara meistarar. Var svo að vinna til rúmlega sjö og gat gert heilmikið. Ég er svo glöð með þetta sem ég kemst yfir í skólanum þó ég myndi vilja að það væri miklu meira. Maður getur alltaf gert betur – það er áreiðanlegt.
En jæjæ ef ég hendist ekki í að éta eitthvað eftir að ég ætti að vera sofnuð þá er þetta bara flottur dagur:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör – 9:30 ab og hafraflögur einhverjar – 11:30 appelsína 13 saltkjöt og rófa+uppstúfur. 19 rækjur, brauð og grænmeti og svo 6″ subway.
Góður hver dagurinn er það ekki?
Kveðja frá hjólreiðadísinni 🙂

3 athugasemdir á “Ég held ég fari að sofa

  1. Hrikalega dugleg að hjóla já. Mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar.
    xxx kv. Björk
    p.s Yndislegir haustdagar. Maður fer nú bara að fíla haustið í tætlur.

    Líkar við

  2. Nei, 5-6 tímar ERU bara ekki nóg. Hefði alveg getað sagt þér það strax! Sérstaklega ekki fyrir svona úberduglega konu eins og þig! Ég stend á því fastar en fótunum (og stend ég bara þó nokkuð fast í lappirnar!) að þegar maður er í svona mega lífstílsbreytingaátaki þá þurfi maður að sofa mikið. Vegna þess að heilinn er alveg á fullu að mynda allskonar nýjar skemmtilegar taugatengingabrautir (eða eikkað) og hann þarf góðan tíma til að taka til – sem hann gerir þegar við sofum. Svo FARÐU AÐ SOFA, KONA! :o)
    Knús og kyss!

    Líkar við

  3. Sem Rangárþingeystringur get ég upplýst þig um það að það er sko miklu meira spunnið í „Konunginn“ Eyjafjallajökul en hana Heklu! Jú, Hekla er FJALLIÐ, spúir stundum eldi og brennisteini (og mér þykir voða vænt um hana), en Eyjafjallajökull er STÓR og stæðilegur og með óútskýranlegan sjarma (þegar maður er alinn upp í Landeyjunum) og ég get horft á hann og Þórsmörkina ENDALAUST.
    Víst þótti mér gaman að trítla upp á hana Heklu en Eyjafjallajökull er takmarkið, þá fyrst verð ég á „top of the world“.
    P.s. ég held reyndar að það séu margir Rangárþingytringar mér mjög ósammála.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd