Nú er ég orðin merkilegur íþróttastrumpur! Það getur bara ekki annað verið. Ég er klárlega með einhverja beinhimnubólgu sem legghlífarnar og hvíld í einhvern tíma lagaði – en ekki nóg með það – þá er ég með eitthvað sem heitir hælspori.
Ég var nú að rifja það upp að ég hef fengið svona verk áður – hélt það væri glerbrot í hælnum á mér hér í den þegar ég byrjaði að synda en þetta er þá hælspori!
Eru sko álagsmeiðls… Juuuuuuu ég er sko orðin merkileg finnst mér. Sigh… Gæti samt hugsað mér að sleppa við þetta en það er of seint. Það verður náttúrulega eitthvað undan að láta :-).
Þetta er hælspori:
Hvað er hælspori?
Spurning: Hvað er hælspori? Hvað veldur þessum sjúkdómi og hver er meðferðin við honum?
Svar: Fóturinn er eins og spenntur bogi þannig að maður stendur aðallega í hæl og tær. Það sem heldur boganum uppi er sinabreiða sem festist í tærnar að framan og hælbeinið að aftan. Í hvert skipti sem maður stígur í fótinn kemur álag á hælinn sem getur verið allt að því tuttuguföld líkamsþyngdin. Þetta álag dempast af fitupúða sem er undir hælbeininu og áðurnefndri sinabreiðu. Við langvarandi mikið eða rangt álag á fótinn geta orðið skemmdir á sinabreiðunni og festingu hennar á hælbeinið. Þessar skemmdir geta verið á formi tognunar, smásprungna og að lokum beinmyndunar í sininni þar sem hún festist í hælbeinið. Þarna getur myndast lítið beinhorn sem kallast hælspori. Einstaka sinnum finnst hælspori fyrir tilviljun án þess að hafa valdið óþægindum en oftast veldur hann óþægindum sem geta verið mjög mikil. Þessi óþægindi lagast í hvíld en þau eru vanalega mest á morgnana þegar farið er á fætur. Ef þrýst er undir hælinn er það mjög sárt.Orsakir hælspora eru of mikið álag á fótinn og oftast er um að ræða miðaldra, of þunga einstaklinga eða þá sem stunda erfiðar íþróttir einstaka sinnum, t.d. um helgar. Það eykur einnig áhættuna ef ekki er hitað upp fyrir íþróttaæfingar.Mestu máli skiptir að koma í veg fyrir að hælspori myndist strax og einkenni um óeðlilegt álag á fótinn gera vart við sig með þreytu og verkjum eftir áreynslu. Þá verður að minnka álagið og gera viðeigandi æfingar, einkum teygjuæfingar sem strekkja á kálfavöðvum og sinabreiðunni undir fætinum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er ekki hælsporinn sem slíkur sem veldur verkjunum heldur er hann afleiðing af langvarandi of miklu álagi á fótinn. Sjúkdómsgreining byggist á sjúkrasögu með lýsingu á verkjunum, skoðun á fætinum og röntgenmynd.Þegar hælspori hefur myndast kann að virðast freistandi að fjarlægja hann með skurðaðgerð. Árangur slíkra aðgerða er slæmur og er reynt að forðast þær í lengstu lög. Í staðinn er ráðlegt að gera viðeigandi æfingar, nota heppilega skó og innlegg, taka bólgueyðandi lyf og stundum er sprautað bólgueyðandi barksterum í hælinn. Þetta ber venjulega einhvern og stundum góðan árangur.
Spurning: Hvað er hælspori? Hvað veldur þessum sjúkdómi og hver er meðferðin við honum?
Svar: Fóturinn er eins og spenntur bogi þannig að maður stendur aðallega í hæl og tær. Það sem heldur boganum uppi er sinabreiða sem festist í tærnar að framan og hælbeinið að aftan. Í hvert skipti sem maður stígur í fótinn kemur álag á hælinn sem getur verið allt að því tuttuguföld líkamsþyngdin. Þetta álag dempast af fitupúða sem er undir hælbeininu og áðurnefndri sinabreiðu. Við langvarandi mikið eða rangt álag á fótinn geta orðið skemmdir á sinabreiðunni og festingu hennar á hælbeinið. Þessar skemmdir geta verið á formi tognunar, smásprungna og að lokum beinmyndunar í sininni þar sem hún festist í hælbeinið. Þarna getur myndast lítið beinhorn sem kallast hælspori. Einstaka sinnum finnst hælspori fyrir tilviljun án þess að hafa valdið óþægindum en oftast veldur hann óþægindum sem geta verið mjög mikil. Þessi óþægindi lagast í hvíld en þau eru vanalega mest á morgnana þegar farið er á fætur. Ef þrýst er undir hælinn er það mjög sárt.Orsakir hælspora eru of mikið álag á fótinn og oftast er um að ræða miðaldra, of þunga einstaklinga eða þá sem stunda erfiðar íþróttir einstaka sinnum, t.d. um helgar. Það eykur einnig áhættuna ef ekki er hitað upp fyrir íþróttaæfingar.Mestu máli skiptir að koma í veg fyrir að hælspori myndist strax og einkenni um óeðlilegt álag á fótinn gera vart við sig með þreytu og verkjum eftir áreynslu. Þá verður að minnka álagið og gera viðeigandi æfingar, einkum teygjuæfingar sem strekkja á kálfavöðvum og sinabreiðunni undir fætinum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er ekki hælsporinn sem slíkur sem veldur verkjunum heldur er hann afleiðing af langvarandi of miklu álagi á fótinn. Sjúkdómsgreining byggist á sjúkrasögu með lýsingu á verkjunum, skoðun á fætinum og röntgenmynd.Þegar hælspori hefur myndast kann að virðast freistandi að fjarlægja hann með skurðaðgerð. Árangur slíkra aðgerða er slæmur og er reynt að forðast þær í lengstu lög. Í staðinn er ráðlegt að gera viðeigandi æfingar, nota heppilega skó og innlegg, taka bólgueyðandi lyf og stundum er sprautað bólgueyðandi barksterum í hælinn. Þetta ber venjulega einhvern og stundum góðan árangur.
Tekið af vefnum 20. 09. 2006
Nú jæja – ekkert annað skoho.
Og svo eru til leiðir í þessu eins og finna má hér á hlaup.is (juu minn eini – þetta er í 3. sinn á 2 vikum sem ÉG FER INN Á HLAUP.IS – ég meina það – ég er komin í annað sólkerfi… Sigh (meira um fyrirbærið – myndskreytt :-))
Sem sagt ekki að hætta að hreyfa sig – heldur breyta – sem sagt verð að hjóla.
Og hver á þá að hreyfa Bjart? Ekki get ég hjólað með hann svo mikið er víst
Ég ætla að prófa að labba þessar 20 min – þær gera mér þvílíkt gott – og Bjarti ég bara afber ekki að hætta því. Það tók 7 mánuði að koma mér í þær og það var bara svo stór biti að kyngja að byrja að labba að ég afber ekki að hætta því…
Varla nenni ég að drösla hjólinu upp í Hellisskóg fram og til baka alla daga… Enda er allt í lagi að labba þetta smotterí – svo bara hjóla ég í styrk og kannski í skólann og heim og svona.
Ég hlýt að geta komið Ragnheiði í að labba með hann á kvöldin greyið…
En svo var annað sem ég fann – að seturnar gera ekkert gott heldur – ég meina það – það er svei mér flókið að lifa.
En ég fór í nudd í dag og í einhverjar bylgjur sem virtust gera sitt amk er ég búin að vera með hjartslátt í hælnum síðan og fékk nettan verk upp undir hné… Merkilegur þessi líkami.
En á morgun er kennaraþingið – allir í Sunnulæk ætla að gista – gaman gaman.
Og ég sem sagt fór í morgun að labba vel gölluð og hitti þar Finna á ferð (og sá jeppa á sama stað og ég legg súbbanum – og hélt að ég gæti ekki verið með Bjart lausan og hugsaði svo bara what the heck – fólk bara getur tekið því að hitta hund um 7 leytið á morgnana), en hún lyftist öll þegar hún sá kimi húfuna mína – tíhíhí
Nú er bara að verða góð í fætinum og halda sínu striki samt. Verst allt þetta labb í skólanum – en ég á íbúðaverðsskóna og þeir fleyta mér í gegnum daginn. Væri held ég ekkert án þeirra.
I lof jú öll

Je minn eini, ég held bara að ég sé líka með svona hælspora!! Samt ekki eins flottan og þinn sko… ;o) Finn aðeins fyrir á morgnana og ef ég hef verið að labba mikið og svona. Þau eru ekki tekin út með sældinni þessi lífstílsbreytingaátök… :sigh:
En skemmtu þér nú vel á haustþinginu, mikið er gaman að heyra hvað það ætla margir að gista, það er alltaf langskemmtilegast! Ég bið að heilsa öllum sem ég þekki og knúsaðu þau og kysstu frá mér! Ég fer nú kannski bráðum að reyna að kíkja í heimsókn til ykkar… ;o)
Gerður
Líkar viðLíkar við
Nei það segir þú satt – þetta er óskapar álag 😉
Svei mér þá. Hengslast hér um draghölt og vitlaus – og er í raun að verða alveg vitlaus á þessu – enda hnéð og aðrir hlutar líkamans farnir að kvarta yfir þessum fjanda.
Líkar viðLíkar við