Geggjað stuð að sprikla

Hörkunagli eins og þessi skór.
Ég get bara sagt ykkur það, að það að ég skuli fara út á morgnana með hundinn er ekkert annað en stórkostlegur dugnaður. Já – og hana nú.
Ég nenni því aldrei, hef aldrei tíma til þess og Bjartur svo óþægur að hann gerir hvern mann vitlausan -rífur í öxlina á mér, hendir hausnum á mér til og ég veit ekki hvað og hvað – fyrir utan geðvonskuna sem hann veldur mér!! Fótafúin.
Samt fer ég á hverjum degi (já já nema í gær) og mér finnst það alveg makalaust. Og verður enn merkilegra í vetur þegar það verður dimmt og kalt.
Nú meira af ræktinni for the record – fór í Styrk í dag og var mjög dugleg. Ég er búin að sjá að ég get ekki unnið í götunum mínum á þriðjudögum í skólanum – enda bara ómögulegt að vera ekki frammi og hjálpa til – þar er fullt af börnum sem vilja læra og næg verkefni. Hef samt bara tíma fyrir 30 mín brennslu en það verður að hafa það – ég líka get ekki mikið meira eins og ég er í fótunum. Lærvöðvarnir voru eiginelga alveg búnir frá því í gær eftir hjólatúrana miklu í Styrk 😀 svo ekki sé minnst á þennan verk undir hælnum sem er nú þannig að það er eins og hnífur fari í gegn ef eitthvað snertir þar – ái bara.
Svo var foreldrafundur – kynning hjá okkur – ekker er nóg með að nemendur okkar séu þeir bestu heldur eru foreldrarnir það líka. Það er gott og gaman að vinna með góðu fólki.
Takk í dag
Inga hörkunagli sem léttist um 400 gr frá því í gær og þar til í dag. Svoldið mikill gangur í þessu – er á meðan er. Rétt að njóta þess á meðan – nóg verður stoppið síðar ef ég þekki taktinn í þessu rétt 🙂

1 athugasemd á “Geggjað stuð að sprikla

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar