Við vigtin…

…erum svo miklir vinir þessa dagana að það er ROSALEGT! Ég er sko búin að missa 2 kg í september. Haldið þið að þetta séu morgungöngurnar hans Baldurs? Heyrðu ég efast ekki um það!
Mér finnst þetta reyndar vera meira í takt við það sem líkamsræktin ætti að skila mér og þó það sem ég er að gera í mataræðinu frekar en það sem hefur verið að skila sér í sumar en þegar upp er staðið erum við að tala um að 15 kg séu farin síðan í lok apríl þegar ég byrjaði að léttast. Ég hef kosið að velja þá dagsetningu frekar en þegar ég byrjaði í ræktinni því í fyrstu þyngdist ég bara. Iss það er bara skilgreiningaratriði – Baldur vill frekar taka hitt – frá því ég byrjaði í ræktinni, svoldið leiðinlegur með það karlinn 🙂 en meðvirknishópurinn minn segir mér að ég geti sko alveg haft það hinsegin :D.
Ég hef því lést um 750 gr á viku frá því í vor. Það er eitt og hálft smjörlíkisstykki. Alls hef ég misst 30 svoleiðis – er það ekki bara helv… gott?
Og það besta við þetta allt saman er að ég fór í styrk – og hjólaði í rúman hálftíma – fór smá á ógeðstækið mitt kæra og gerði þessar fínu fótaæfingar. Og mér líður svo vel að ég gæti flogið!
Og svo ætla ég að vinna um helgina og njóta lífsins líka – því það er gott.

4 athugasemdir á “Við vigtin…

  1. Þú ert nottla bara frábær!! Ekki spurning!! Og æði að þér líði svona vel eftir æfingarnar – það ætti að hvetja mann til að halda áfram!
    Gerður

    Líkar við

  2. Til hamingju með árangurinn. Þú ert hetja!!!!
    (það er bara ekkert meira um það að segja). ´
    Þú ert bara frábær.
    kv Sigurlín .)

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar