Hálf drusluleg…

Það er náttúrulega ekkert druslulegt við þennan skó – en hann er nú samt svoldið svefnlegur -og það er það sem ég hef gert í dag. Ég svaf svona næstum því í 13 tíma þó nóttin hafi fyrst farið í hann Magna og svo í klósettferðir, snýt og hósta.
Ég komst því á þá skoðun í morgun að brjóta bann mitt við að vera veik á smiðjudögum og vera heima með einhverja kveisu. Fannst það ekki góð hugmynd og reyndi meira að segja að gera heiðarlega tilraun til að fara út í skóla um 9 leytið en miðað við svitakófið og andlegt ástand mitt sá ég að það var líklega ekki góður kostur – lagðist á koddann á ný og svaf til að verða fjögur. Ja hérna hér… Er nema von maður velji náttskó…
En nú er ég komin á stjá. Svitna vel og ímynda mér bara að ég sé í ræktinni en ekki eins og hæna á priki á mínum stól – reyndar Aðalsteins stól en það er nú málinu ekki viðkomandi.
Fréttir af líkamsrækt og afsökunum
Þar sem ég er svindlari af guðsnáð hef ég náð að snúa á sjálfa mig allverulega. Ég hélt um daginn að ég hefði náð að gjörsigra í mér svindlarann en hann er klárari en ég hélt og lá bara í laumi og hefur nú náð tímabundnum tökum á lífi mínu. En nú skal snúið vörn í sókn.
Einhvers staðar var ég búin að vara ykkur við að þegar ég færi af stað með svindlaranum yrðu afsaknirnar svo góðar, svo solid að ekkert gæti mögulega komið í veg fyrir að ég né þið trúðuð þeim ekki – og voila sú er einmitt raunin.
Ég hef verið með verki í fótunum nokkuð lengi og þeir hafa staðð mér fyrir þrifum hvað varðar hreyfinguna – það er bara ótrúlega erfitt að ganga með stingandi ,,beinhimnubólgu“, ökklaverki, harða kálfa og eitthvað mega óþægilegt undir öðrum hælnum. Ég bara sæi fólk svona almennt standa í því!
Það er þvílík mannmergðin í Styrk á hvaða tíma sem mér dettur í hug að líta þar inn að það er varla pláss fyrir eina kerlingu enn – tóm bið, beljandi karlar að lyfta töluvert meiru en þeir ráða við með tilheyrandi svitaskvettum og stunum, augngotur.
Umferðin í búningsklefanum er þvílík að mér líður eins og á umferðarmiðstöð þar sem ég stend ber eins og daginn sem ég kom í heiminn að teygja mig í handklæðið, mitt í umferðarörtröð kvenna sem eru að ná sér í vatn í brúsana – afhverju í ósköpunum er ekki vaskur frammi?????
Ömurlegt
Nú ekki er nóg með þetta allt saman heldur er vinnan að koma inn í líf mitt verkefnin bíða í stórum haugum og það sem meira er ég er með fullt af hugmyndum áhuga og nennu til að sinna þeim – og skemmti mér svona ótrúlega vel við það. Og ég get sagt ykkur það – ég get eins hætt að kenna ef ég leyfi ekki hugmyndfluginu, sköpunargleðinni og ánægjunni að hafa völdin við og við o já. Og svoleiðis vinna tekur bara tíma en öðruvísi er ég bara ekki ánægð.
Reynið svo að segja að þetta séu ekki fínar afsakanir!
Þetta eru þær bestu skal ég segja ykkur. Og ég nota þær óspart! Og ég kaupi þær skoho sem og aðrir í kringum mig – enda eru þær þess eðlis að annað er ekki hægt.
Það er kannski einn sem heldur aðeins að mér að ég ætti að hjóla bara í staðinn fyrir að ganga – synda eitthvað líka, en ég held meira að segja að kveljari minn og harðstjóri sé að kaupa þetta allt saman hjá mér – enda er þetta sko flottar afsakanir svo ég komi því enn að.
En ég ætla að fara á morgun! Oh yeah…

3 athugasemdir á “Hálf drusluleg…

  1. SKO!! Hvað sem öllum afsökunum líður (þessi með beinhimnubólguna er reyndar asskoti góð – en dugir samt ekki alveg til, það er jú hægt að synda!) þá er bara málið að segja svindlaranum að steinhalda kj…., nú sért þú að fara að hreyfa þig!! Hægara sagt en gert, veit ég vel, minn er ansi virkur líka… :o/ En ég held að þetta sé nokkurn vegin það eina sem dugir… Svona eins og með blessuð börnin, maður reynir ekkert að rökræða við þau heldur tilkynnir þeim hver það sé sem ræður!! :oD
    Gerður

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar