
Var að lesa grein um offitu og ráð sem duga. Ekkert endilega nýtt sem stendur þar, en góð grein samt. Þar stendur t.d. að maður þurfi að fara alls 55 km í göngu eða hlaupi til að eyða hálfu kg af fitu. Geðveikt. Ég er hætt að segja að ég sé aumingi – ég er sko bara dugleg að brenna þessari fitu með ekki markvissari megrun.
Ég fór líka inn á síðu sem heitir hot.is eftir ábendingu frá Ástu Björk en þar er reiknað út allt sem maður borðar í hitaeiningar, fitu og kolvetni, og prótein og sett í kökurit. Og ég hef borðað 55% af fitu í dag – en á bara að borða 15 – 30% af slíku á degi hverjum!!! Ég er líka búin að borða 1100 hitaeiningar en ég hef svona miðað við að borða 200o á dag því – hitaeiningaþörf fer eftir stærð manneskjunnar. Ojá. Ég hef samt alltaf áreiðanlega verið að borða meira á degi hverjum – ja svona oftast amk. Þetta er flott síða – hægt að setja inn allar æfingar – brennslu og allt. Ég þarf bara að fá mér km mæli í göngurnar – eiginlega óbærilegt að vita ekki hvað maður labbar.
Í dag finnst mér ég hafa átt stjörnuleik í hreyfingu og mataræði en samt hef ég snúið fitunni og kolvetninu í þeim hlutföllum sem ættu að vera þar. Oh my god. Þetta er svo flókið – og svo talar maður við Gerði og hún svoleiðis ryður út úr sér formúlunum og gáfumannatalinu um þetta allt að ég svitna. En nú veit ég að þetta eru hlutföllin sem ég ætti að hafa og afganginn get ég séð á hot.is
Kolvetni 50-65%
Fita 15-30%
Prótein 15-25%
Og skórinn er skór sem ég gaf Hildi systur því hann er svo fínn, elegant og smart. Eins og hún.
Híhíhí! Inga mín, þú ert engri lík! Og ég er ánægð að sjá að þú sért hætt að líta á þig sem aumingja – kominn tími til! Þú ert það nebbla alls ekki! Bara þekki fáar kraftmeiri manneskjur sko! Þetta kemur allt!
Líkar viðLíkar við