Labb, sund og…. BÓNUSFERÐ!!

Þarna eru þeir karlarnir mínir! Ja annar meira en hinn satt að segja. Schumi og Mika. Nú er annar Finni að koma inn hjá Renault – Koveleinen – eða eitthvað svoleiðis, og hann er sagður jafn fyndinn og Mika – eða amk með svipaðan húmor á meðan Kimi minn hefur ekki sérlega mikinn húmor en hann er sérlega fyndinn karakter.

En Schumi sem sagt hættur í Formúlunni – að keyra amk – ég er bara stolt af honum. Þetta er rétt ákvörðun hjá honum – maður á að hætta leik þá hæst stendur. Tek ofan fyrir honum.

Í morgun er ég búin að sofa út, fara í Þrastarskóg í smá labb – upp og niður en bara í 20 mín. Fór svo og synti 200 metra rétt til að liðka ristarnar og ökklana og mýkja kálfana. Er mikið orðin betri í fótunum. Að langmestu leyti er ég laus við verkina en mér er enn illt undir hælnum og með svona pirring í fótunum. En allt á réttri leið og ég er svo glöð að ég er farin að geta labbað aftur þó það sé bara hægt og rólega og ekki langt í einu. Dugar til að koma mér af stað á morgnana. Alsæl með það.

Nú þarf ég bara að hugsa hvað ég ætla að slugsa í dag – ætti að taka svolítið til og fara þannig glaðari inn í vikuna. Jebb kannski geri ég það – kannski geri ég bara eitthvað allt annað – já eða bara ekki neitt. Það er líka ljúft.

Færðu inn athugasemd