Beinhimnubólga eða…


svei mér ljótur skór. Hrumpf…

Eftir örstutta uppsveiflu – sem er reyndar enn í gangi – það er ekkert að mér nema óþarflega gott skap – er kærulausari en andsk… en sem sagt Fótaverkir. Ekki alveg eldrauðir en verkir samt.

Ég hef verið hálf svefnlaus undanfarið úr pirringi og óþægindum í fótunum. Fæ þreytuverki í ökklana og neðst í sköflunginn sem ég svo gleymi bara á milli – nema þegar ég finn til. Eins og núna. Er alveg ferlega illt eitthvað.

Björk frænka heldur að þetta sé beinhimnubólga og Grímur segir að þetta sé bara einn áfanginn sem þurfi að yfirstíga og vera stoltur af þegar allt er yfirstaðið :D. Sigh. Ég er að verða svo merkilegt líkamsræktartröll…

Ég er búin að nota skóna tvisvar og ég finn mun (annað hvort væri það líka – þvílík verðlagning Asics er ekki gefins mar…)

Skref 2 til að bæta úr ástandinum varðandi fæturna er að verða ekki kalt á fótunum, minnka tímann á ógeðstækinu – hjóla frekar, og hvíla mig vel fram á föstudag. Ég labba nú samt með Bjart og svona. Kannski er ég bara svo slæm núna því ég fór bæði í gær og dag í ræktinga og labbaði mikið um helgina. Ja svona svoldið mikið.

Ég ætti kannski að minnka það að fara í styrk og synda frekar – þá er það hálsinn. Ég er öll í steik bara – það er nú meira fárið að vera svona mikil pæja 🙂

Skref 3 er kannski að fá nudd á kálfana…. Er nú samt ekki mjög hrifin af þeirri hugmynd… Nudd á axlir er eitt en…

En hvað lætur maður ekki hafa sig útí?….

En sem sagt – vigtin er vina mín þessa viku. Búin að missa 1 kg – en talan rís vafalaust aftur á föstudag en þetta er samt ákveðin vísbending um að – eins og maðurinn sagði – að eitthvað er ég að gera rétt.

Kveðja elskurnar

Nimbus eigandinn Ingveldur

1 athugasemd á “Beinhimnubólga eða…

  1. Hmm… Svona þegar þú segir það þá kannast ég nú líka við svona sköflungsverki… Veit samt ekki alveg af hverju þeir stafa.En við erum nú samt að verða asskoti góðar sko! :o)

    Líkar við

Skildu eftir svar við Gerður Hætta við svar