…pælið í því. Getur þetta verið afþví ég synti ekki í síðustu viku eða hefur nuddið á fimmtudaginn verið svona stórkostlegt – er þetta vítamínin? Hvíldin? Eða kannski allt þetta?
Var nú vakandi meira og minna í alla nótt að vaka eftir börnunum mínum – Aðalsteinn lét aldrei í sér heyra og kom heim á hádegi býsna vel útlítandi satt að segja – án gríns. Ragnheiður kom heim rúmlega sex en ég vissi nú alltaf um hana litlu lúsina mína. Hvað ég á að gera við fólk sem lætur aldrei af sér vita heila nótt veit ég ekki svei mér þá….
Er á óléttingarbömmer… ég meina er þetta bara að gera sig – vera að rembast alla daga við mataræði og hreyfingu og léttast ekki neitt? Er þetta bara mögulegt svei mér þá? Held þetta sé að leggjast á sálina á mér. Ætla nú samt að halda mínu striki – gengur ekki annað – amk verður maður alltaf hraustari… Ég man nú eftir svona tímabili í lok maí eða byrjun júní -þá gekk ekkert heldur. Þetta hlýtur að gera sig fyrr eða síðar… Það minnkar samt meðaltalið á viku sem ég hef missst en ég er ekki að þyngjast eins og ljósið hann Páll benti mér á þannig að skaðinn er nú ekki gríðarlegur…..
Heyriði og ég er búin að lesa heila bók síðan í gær – þannig að einbeitingin er að koma – kannski það sé vítamínið? Svei mér það – það átti amk að auka einbeitinguna og ég náði ekki einu sinni að verða fúl yfir F1 – enda skapgóð manneskja með endæmum. Ég er búin að snúa á mig – hef bara Schumi í liðinu mínu og þá er ég ánægð 😀
If you cant beat them join them
Dreymdi þig í nótt og þú varst stórglæsileg! svakalega glöð! og geislaðir af hamingju!!!>>Hlýtur að boða gott.>Erla
Líkar viðLíkar við
Æ hvað það er gott að vita af fólki í heimsveldinu sem dreymir mann :D. Það er gott að vita af því – ég er öll að hressast í bili amk.
Líkar viðLíkar við