Sól og höfuðverkur

Halló öll! Tíhíhí! Nú er barasta sól – ég hef ekkert athyglisspan – Páll æðir hér um húsið og vill að ég geri hitt og þetta og hefur alls konar skoðanir á öllu mögulegu. Ærir hundinn svo hann gelti nú áreiðanlega þannig að hann verði vitlaus. Sigh… Áttar sig ekki alveg á að ég er í raun viðkvæmt blóm sem þarf að hafa mitt space! Og ég get alls ekki einbeitt mér að því að skrifa á bloggið hvað þá annað – það er eins og það sé annar heimur hér fyrir utan! Ég óttast hann held ég.

Gærdagurinn var kúnstugur. 8:30 lagt af stað frá Dísu, keyrt um Þingvöll, farið niður að Kiðjabergi, þaðan í Laugarás í blóðþrýstingstékk, rokið heim og náð í íþróttafötin og farið í Styrk. Svo fór ég til hans Baldurs flækjulausa og sagði að hann yrði að laga á mér hálsinn því ég er skoho búin að fatta að þessi óskarphausverkur er þaðan runninn. Baldur segir reyndar að það sé bæði sá sem er í hnakkanum og sá sem er fram í enninu sem eigi rætur þar og setti því í mig margar nálar. Og ég get svarið ykkur það að þessar nálar eru galdratæki. Það dofnaði á mér nefið – ég var ekki farin að finna fyrir því fyrr en undir kvöld. En þessar nálar eru ótrúlegar. það var eins og mér væri bara stungið í samband – ótrúlegt. Er nú samt alveg að drepast í dag – enda mjög merkilegur vöðvabólgusjúklingur skal ég segja ykkur. Baldur bara trúir því kannski ekki alveg nógu vel :D. Eftir þetta allt saman – fór ég í eins miklum rólegheitum og ég gat í bæinn að sækja Pál – reyndi að slappa mjög vel á – það er líka vel hægt því það þarf ekkert fyrir þessum bíl að hafa. Nú svo komum við heim, ég eldaði kvöldmat! Ojá – fór með hundinn í 35 mín og ég veit ekki hvað og hvað. Svaf svo í mína 5 tíma í nótt. Sigh. Ég fer ekki ofan af því að það er ekki nóg að sofa í 5 klukkustundir – ég bara meina það!.

Nú jæja – er farin að finna mér útilegugasgrill, sund og svo kannski í bæinn, – og útilega þar á eftir. Ég þarf bara að ná mér í svolítinn lit fyrst

2 athugasemdir á “Sól og höfuðverkur

  1. Hæ Inga mín!Já ég kannast við þessa vöðvabólguhausverki – er ekki frá því að mínir eigi svipaðan uppruna.En ég náði annars ekki að segja þér í gær elskan mín að mikið ROSALEGA líturðu nú vel út! Það sko bara stórsér á þér! :o) Svo þetta er allt að bera árangur og ÁFRAM INGA!

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar